„Þetta var alveg svakalegt“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:17
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:17
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Ég sat í her­berg­inu mínu á 27. hæð á hót­el­inu og var að borða há­deg­is­mat í góðu yf­ir­læti þegar jarðskjálft­inn hófst,“ seg­ir Anna Magda­lena Vest­fjörð við mbl.is, ís­lensk kona sem í tveggja mánaða Asíu­ferðalagi sínu var stödd í taí­lensku höfuðborg­inni Bang­kok á því augna­bliki sem skjálfta­bylgj­ur 7,7 stiga jarðskjálfta í Mjan­mar náðu strönd­um Taí­lands.

Eins og mbl.is greindi frá í dag reið skjálft­inn yfir miðbik Mjan­mar klukk­an 12:50 að staðar­tíma þar, en upp­tök hans voru á tíu kíló­metra dýpi sex­tán kíló­metra norðvest­ur af borg­inni Sagaing.

„Ég nátt­úru­lega greip sím­ann og byrjaði að taka upp og þetta var al­veg svaka­legt,“ seg­ir Anna og leyn­ir radd­blær henn­ar því ekki að hug­ur fylg­ir máli.

„Þessi skjálfti var svo rosa­lega langt í burtu, ég veit það núna, og ég er stödd það hátt uppi að ég vissi að það yrði erfitt að kom­ast niður á stutt­um tíma,“ seg­ir viðmæl­and­inn sem fór ekki að verða um sel þegar allt lék á reiðiskjálfi í vist­ar­veru henn­ar.

Efstu hæðir hótels Önnu Magdalenu í Bangkok í kjölfar skjálftans …
Efstu hæðir hót­els Önnu Magda­lenu í Bang­kok í kjöl­far skjálft­ans í dag. Sund­laug­in brast og streymdi fram af þaki bygg­ing­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Anna Magda­lena Vest­fjörð

Sum­ar hæðir verri en aðrar

Kveður hún ekki hafa bætt úr skák þegar vatnið úr sund­laug­inni á þaki hót­els­ins streymdi fram hjá her­berg­is­glugga henn­ar er laug­in brast og hleypti inni­haldi sínu eins og vatns­mikl­um fossi niður með tug­um hæða hót­els­ins.

Aðspurð seg­ir Anna sprung­ur hafa komið í veggi hót­els­ins. „Sum­ar hæðir eru verri en aðrar, ég sá það bara á leið út. Glugg­inn á hæðinni fyr­ir ofan mig splundraðist, ég heyrði það bara eft­ir á frá fólk­inu sem var þar,“ held­ur hún áfram.

Anna seg­ir hót­elið hafa verið rýmt, en er leið á dag­inn hafi lög­reglu­yf­ir­völd talið óhætt að gest­ir héldu til her­bergja sinna á ný þrátt fyr­ir skemmd­irn­ar á bygg­ing­unni. Hún seg­ir taí­lenska her­inn hafa komið taf­ar­laust á vett­vang og út­hlutað hót­el- og hús­næðis­laus­um ferðalöng­um drykkjar­vatn.

Sprungur mynduðust í veggjum hótelsins og má hér sjá eina …
Sprung­ur mynduðust í veggj­um hót­els­ins og má hér sjá eina sem teyg­ir sig yfir her­berg­is­vegg Önnu Magda­lenu á 27. hæð. Ljós­mynd/​Anna Magda­lena Vest­fjörð

Anna hef­ur dvalið tvo daga í Bang­kok, en alls sex­tán daga í Taílandi þar sem hún á vina­fólk. Seg­ist hún hafa heyrt frá fólki í ná­læg­um bæj­um sem ekki hafi orðið skjálft­ans vart.

„Viðbrögðin hjá yf­ir­völd­um hér voru mjög góð, nú er bara spurn­ing hvort maður leyfi sér að vera hérna áfram, það sem ég lenti í var nátt­úru­lega ekki neitt neitt miðað við það sem hefði getað orðið,“ seg­ir Anna Magda­lena Vest­fjörð að lok­um, en hún á flug áfram til Taívans á sunnu­dag­inn þar sem næsti hluti Asíu­ferðar henn­ar bíður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka