Vill göng undir Hringbrautina

Framsókn vill undirgöng.
Framsókn vill undirgöng. mbl.is/sisi

„Það er mik­il­vægt að tryggja ör­yggi bæði gang­andi og hjólandi veg­far­enda en jafn­framt að um­ferðin gangi vel fyr­ir sig,“ seg­ir Aðal­steinn Hauk­ur Sverris­son borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Aðal­steinn lagði fram til­lögu á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í vik­unni um að gerð yrðu und­ir­göng á gatna­mót­um Sæ­mund­ar­götu og Hring­braut­ar. Eins og kom fram í Morg­un­blaðinu á miðviku­dag var samþykkt í ráðinu í vik­unni að borg­ar­yf­ir­völd hæfu sam­tal við Vega­gerðina um að setja upp nýja ljós­a­stýrða gang­braut á um­rædd­um gatna­mót­um. Sem kunn­ugt er má finna aðra gang­braut rúm­lega 100 metr­um norðar, við Þjóðminja­safnið.

Í til­lög­unni seg­ir að und­ir­göng á þess­um stað myndu leysa ákveðinn „flæðis­vanda gang­andi og hjólandi veg­far­enda og tryggja ör­yggi þeirra til muna“, eins og það er orðað. Af­greiðslu til­lög­unn­ar var frestað á fundi ráðsins fram í næstu viku.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu og nýja Mogga-app­inu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert