Að hugsa út fyrir boxið

Þórunn Árnadóttir hefur slegið í gegn með Pyropet-kertin en er …
Þórunn Árnadóttir hefur slegið í gegn með Pyropet-kertin en er nú farin að vinna með ilmi og pappír. Ljósmynd/Studio Fræ

Inn­an um fallega list og hand­v­erk í Hönnun­arsafninu í Garðabæ má finna vör­uhönnuðinn Þór­unni Árnad­ótt­ur en hún er þar um þessar mundir í vinnustofudvöl.

Þór­unn býður blaðamanni upp á kaffistofu þar sem við fáum næði til að ræða um hönnun, en Þór­unn er ein fjöl­m­ar­gra sem eiga vör­ur á sýningu á HönnunarM­ars sem hef­st í næstu viku.

Hu­ndruð þúsunda kerta

„54Cels­i­us snýst um að hu­gsa út fy­r­ir boxið; um hvað kerti eru í raun, hvaða mög­u­leika hafa þau sem við erum ef til vill ekki að nýta? Hvað gerist þegar við kveik­jum á kerti? Ég er búin að vera með Py­r­opet í sölu síðan 2014 og í kjölf­arið stofnuðum við fy­ri­rt­ækið 54Cels­i­us, sem er einm­itt bræðslum­ark kert­avax. Við höfum verið með margar vör­ulínur, allt í sv­i­puðum dúr,“ seg­ir Þór­unn, en þau selja mest í heilds­ölu í Bandarík­j­unum.

„Við erum með vör­uhús á leigu í Bandarík­j­unum og þaðan er vör­unum dr­eift í búðir. Kert­in eru búin til víða; í Bandarík­j­unum, Kína, Litáen og Víetnam,“ seg­ir hún.

Pyropet-kertin er með beinagrindum innan í sem kemur í ljós …
Py­r­opet-kert­in er með beina­grindum inn­an í sem kem­ur í ljós þegar þau brenna. Ljós­m­y­nd/​Lu­isa Hanika

„Við höfum selt í krin­gum fjög­ur hu­ndruð þúsund Py­r­opet-kerti og höfum líka verið að vinna í samsta­r­fi við önnur fy­ri­rt­æki að gera kerti, eins og fy­r­ir Disney, Li­quid Death & Martha Stewart og Tim Burton. Við höfum líka búið til sérst­ök kerti fy­r­ir ým­s­ar aðrar verslanakeðjur, eins og til dæÂ­m­is bóka- og gj­afavör­ubúðina Barnes & Noble.“

Hönnun og framleiðsla

54Cels­i­us selur vör­ur í gegnum heim­asíðu sína en Þór­unn fer gj­arn­an utan á sölus­ýning­ar og selur þá vör­ur sínar í búðir í gegnum þær.

„Við höfum líka verið dr­eifing­araðilar fy­r­ir vör­ur eftir aðra sem passa vel við okkar vör­ur. Við hönnum líka og þróum vör­ur sérst­a­klega fy­r­ir fy­ri­rt­æki, hv­ort sem það eru kerti eða eitt­hvað annað. Það er í raun nýtt hliðarf­y­r­i­ræki, sem við erum að setja for­m­lega á lagg­irnar þessa dag­ana og kallast Newness Fact­ory,“ seg­ir hún.

„Ég ferðast mikið til að skoða framleiðsluna því stundum er gott að skoða prót­ót­ý­p­una og sjá hvernig framleiðslan er. Nýt­ilk­om­nir Kína-tollar í Bandarík­j­unum eru ákveðin ásk­or­un, en við erum núna farin að skoða frekar framleiðslu á Indlandi og í Ind­ónes­íu,“ seg­ir hún og nefnir að þau séu með umboðsm­enn sem hjálpa til við að finna staði fy­r­ir framleiðslu og sem sinna gæðaeftir­liti.

Þór­unn seg­ir sérst­aka tilf­inningu fy­lgja því að ferðast til framandi landa og sjá sínar vör­ur framleiddar í verks­miðjum hinum meg­in á hnett­inum.

„Ég hafði í raun bara séð nokkur kerti saman í hillum en þegar ég fór í verks­miðju í Kína sá ég heilu stæðurnar af Py­r­opet-kertum. Þá sá ég hvernig þetta vi­rkar í fjöld­aframleiðslu og jafnframt kv­ikna allt­af nýj­ar hu­gm­y­nd­ir þegar ég sé hvernig framleiðslan fer fram. Mér finnst líka bara mikilvægt að sjá með eig­in au­gum framleiðsluna, aðstöðuna og hitta fó­lkið sem við erum að vinna með.“

Skila­boð sem bi­rt­ast

Þór­unn hef­ur einnig hannað skem­m­t­ileg kerti með földum skila­boðum sem koma í ljós þegar þau brenna. Einnig hannaði hún afm­ælisk­erti fy­r­ir kö­kur með skem­m­t­ilegum ós­kum á. Eins hannaði Þór­unn kertið Heart Burn, en þar má sjá hönd sem held­ur á hj­arta sem svo „blæðir“ úr þegar það brennur.

Kertið Heart Burn er afar fallegt. Það blæðir úr hjartanu …
Kertið Heart Burn er afar fallegt. Það blæðir úr hj­art­anu þegar það brennur. Ljós­m­y­nd/Þ​ór­unn Árnad­óttir

„Við erum svolítið að skoða hvað er kerti og hvernig er hægt að nýta aðferðir til að búa til eitt­hvað allt annað en venj­u­legt kerti sem brennur og hverf­ur.“

Í vinnustofudvöl sinni hef­ur Þór­unn verið að end­u­rskoða ilm­st­rá, sem oftast bi­rt­ast sem trést­rá sem standa í flös­ku með ilm­vökva. Þegar vökvinn sog­ast upp í viðinn, berst ilm­ur um rýmið.

„Það sem ég er að gera er að end­u­rskoða þessa vi­r­kni, hvernig nota má pappír til þess að soga í sig ilm­vökva­nn og dr­eifa um rýmið.“

Ítar­legt viðtal er við Þór­unni í Sunnudagsblaði Mor­g­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein bi­rt­ist
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Þessi grein bi­rt­ist
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert