Ætandi hreinsiefni lak á Sundabakka

Slökkviðliðsmennirnir unnu við verkið til tæplega 19 í kvöld.
Slökkviðliðsmennirnir unnu við verkið til tæplega 19 í kvöld. mbl.is/Eyþór

Tveir bíl­ar slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu voru send­ir á vett­vang klukk­an 11 í dag eft­ir að æt­andi hreinsi­efni lak úr 500 lítra tanki, svo­kölluðum bamba, á Sunda­bakka.

Að því grein­ir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu.

Slökkviliðsmenn voru að störf­um til tæp­lega klukk­an 19 í kvöld, þar sem þeir settu pússn­ing­arsand yfir hreinsi­efnið og mokuðu það síðan upp.

Verkið var unnið í sam­starfi við eit­ur­efna­mót­töku fyr­ir­tæk­is­ins Terra.

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur var upp­lýst um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka