Björgunaraðgerðir á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi

Færð á jöklinum var slæm.
Færð á jöklinum var slæm. Ljósmynd/Landsbjörg

Björg­un­ar­sveita­fólk úr nokkr­um björg­un­ar­sveit­um af Suður­landi og af höfuðborg­ar­svæðinu komu síðdeg­is í dag og í kvöld hátt í 30 manns til bjarg­ar, en fólkið lenti í vand­ræðum á Eyja­fjalla­jökli og Fimm­vörðuhálsi vegna slæmr­ar færðar. Tóku aðgerðirn­ar tölu­verðan tíma en er nú verið að flytja fólkið að Skóg­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­björgu.

Síðdeg­is í dag voru björg­un­ar­sveit­ir á Hellu og Hvols­velli kallaðar út eft­ir að aðstoðarbeiðni barst frá hópi skíðafólks á leið yfir Eyja­fjalla­jök­ul að Fimm­vörðuhálsi.

Á toppi jök­uls treysti einn út hópn­um sér ekki til að halda áfram og hélt einn leiðsögumaður kyrru fyr­ir með viðkom­andi, á meðan hinir úr hópn­um héldu áfram.

Björg­un­ar­sveit­ir á æf­ingu til aðstoðar

Færð á jökl­in­um var slæm og þurftu björg­un­ar­sveit­ir að fara á vélsleðum og snjó­bíl­um. 

Um svipað leyti barst svo aðstoðarbeiðni frá fólki á tveim­ur jepp­um á svipuðum slóðum sem höfðu fest bíl­ana sína. Voru þá kallaðir út fleiri snjó­bíl­ar úr Gríms­nesi og Garðabæ

Auk þess komu björg­un­ar­sveit­ir af höfuðborg­ar­svæðinu,sem voru á æf­ingu í ná­grenn­inu, til aðstoðar.

Ljós­mynd/​Lands­björg

Göngu­hóp­ur­inn sneri við vegna veðurs

Um sjöleytið í kvöld komu fyrstu björg­un­ar­sveita­menn á sleðum á topp Eyja­fjalla­jök­uls og var sá ein­stak­ling­ur sem þar beið aðstoðar, flutt­ur á móti snjó­bíl sem var skammt á eft­ir.

Göngu­hóp­ur­inn, sem hafði ætlað yfir á Fimm­vörðuháls, hafði þá snúið við vegna veðurs og var tek­in ákvörðun um að snjó­bíl­arn­ir myndu flytja all­an hóp­inn niður.

Rétt fyr­ir klukk­an tíu í kvöld var all­ur göngu­hóp­ur­inn kom­inn í bíla á Hamrag­arðaheiði og verður fólkið flutt að Skóg­um. Þá voru jepp­arn­ir tveir voru losaðir er verið að flytja þá af jökl­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert