Endurskoða ekki innviðagjaldið

Gjaldið sem nemur 2.500 krónum leggst á hvern farþega á …
Gjaldið sem nemur 2.500 krónum leggst á hvern farþega á sólarhring. mbl.is/mbl.is

Ekki kem­ur til þess að innviðagjald sem leggst á farþega skemmti­ferðaskipa sem koma hingað til lands verði end­ur­skoðað, þrátt fyr­ir ósk­ir full­trúa út­gerða skemmti­ferðaskip­anna þar um.

Þetta staðfest­ir Sig­urður Jök­ull Ólafs­son, formaður Cruise Ice­land, í sam­tali við Morg­un­blaðið en sam­tök­un­um barst til­kynn­ing þessa efn­is frá at­vinnu­vegaráðherra í vik­unni.

Cruise Ice­land eru sam­tök hafna á Íslandi og þeirra fyr­ir­tækja sem þjón­usta skip­in hér.

Full­trú­ar skipa­fé­lag­anna funduðu með at­vinnu­vegaráðherra fyr­ir mánuði þar sem þeir óskuðu þess að gjaldið yrði ekki lagt á strax af full­um þunga en því þess í stað þrepa­skipt, sem gæfi skipa­fé­lög­un­um tíma til aðlög­un­ar, en á það var ekki hlustað.

„Nú er fyrsta skipið komið til lands­ins og farþeg­arn­ir bún­ir að borga far­gjaldið fyr­ir löngu og munu skipa­fé­lög­in því sjálf bera kostnaðinn af innviðagjald­inu í ár og á næsta ári, að hluta, af full­um þunga,“ seg­ir Sig­urður Jök­ull.

Lýsa yfir gíf­ur­leg­um von­brigðum

Gjaldið sem nem­ur 2.500 krón­um leggst á hvern farþega á sól­ar­hring, en skip­in eru að jafnaði 5-7 daga við landið í senn. Seg­ir Sig­urður Jök­ull að Norweg­i­an Cruise Line, sem er með tvö skip í reglu­leg­um ferðum hingað til lands, þurfi að greiða gjald fyr­ir farþeg­ana úr eig­in vasa sem nemi á bil­inu 400-500 millj­ón­um króna í ár.

„Skipa­fé­lög­in lýsa yfir gíf­ur­leg­um von­brigðum með þessa niður­stöðu. Þau væntu þess að ný rík­is­stjórn myndi vera með meiri fyr­ir­sjá­an­leika og skyn­semi í verk­um sín­um, en það er ekki svo. Því miður,“ seg­ir hann.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka