Jón Gunnar tekur sæti í stjórn Monerium

Jón Gunnar Jónsson, býr að áratuga reynslu á alþjóðlegum fjármálamarkaði.
Jón Gunnar Jónsson, býr að áratuga reynslu á alþjóðlegum fjármálamarkaði. mbl.is/María Matthíasdóttir

Jón Gunn­ar Jóns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins hef­ur tekið sæti í stjórn fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Moneri­um.

Aðal­fund­ur fyr­ir­tæk­is­ins fór fram í gær.

Stofn­end­ur Moneri­um eru þeir Gísli Kristjáns­son, Hjört­ur Hjart­ar­son, Jón Helgi Eg­ils­son og Sveinn Val­fells. Fyr­ir­tækið hef­ur meðal ann­ars staðið að út­gáfu ra­f­rænna evra á bálka­keðjum. Hef­ur fyr­ir­tækið sótt tals­vert fé frá fjár­fest­um á síðustu árum til efl­ing­ar starf­semi sinni.

Banka­sýsla rík­is­ins, sem Jón Gunn­ar fór fyr­ir, var lögð niður með lög­um frá Alþingi nú um ára­mót­in. Jón hafði leitt á vett­vangi stofn­un­ar­inn­ar þau skref sem leiddu til þess að rík­is­sjóður Íslands losaði um meiri­hluta eign­ar­hlut­ar síns í Íslands­banka. Stofn­un­in átti á sín­um tíma að tryggja arms­lengd­ar­sjón­ar­mið milli stjórn­mál­anna og eign­ar­halds rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Eft­ir að mik­ill styr kom upp í tengsl­um við útboð á hlut­um í Íslands­banka árið 2022 ákváðu for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar á þeim tíma, þau Katrín Jak­obs­dótt­ir, Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son að leggja stofn­un­ina niður.

Mik­il alþjóðleg reynsla

Áður en Jón Gunn­ar kom til starfa hjá ís­lenska rík­inu starfaði hann hjá fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Merrill Lynch í New York 1992-1996, í Hong Kong 1996-2001 og í London 2001-2008, við útboð og grein­ingu á skulda­bréf­um, grein­ingu á skulda­trygg­ing­um, fjár­mögn­un á yf­ir­tök­um og fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja, og sat í stjórn MP banka (EA fjár­fest­ing­ar­fé­lags) frá 2010-2011, þar sem hann tók þátt í end­ur­skipu­lagn­ingu bank­ans.

Hann er með LL.M. gráðu í lög- og hag­fræði frá Uni­versità di Bologna og Uni­versität Hamburg, þar sem hann skrifaði meist­ara­rit­gerð um fjár­hags­skip­an banka, og B.S. gráðu frá Cornell Uni­versity, School of Hotel Adm­in­istrati­on, í Íþöku, New York fylki.

Jón Gunn­ar Jóns­son er gest­ur nýj­asta þátt­ar Spurs­mála þar sem hann ræðir útboð á bréf­um í Íslands­banka sem fram fór árið 2022. Seg­ir hann útboðið það best heppnaða í sögu Íslands.

Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni hér að neðan:

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka