Kræsingar fyrir augu og eyru

Hlín Helga er listrænn stjórnandi DesignTalks sem verða í Hörpu …
Hlín Helga er listrænn stjórnandi DesignTalks sem verða í Hörpu næsta miðvikudag. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Hlín Helga Guðlaugs­dótt­ir er sjálf­stætt starf­andi hönnuður, ráðgjafi og list­rænn stjórn­andi og kem­ur víða við. Viðskipta­vin­ir henn­ar eru úti um gjörv­all­an heim en drjúg­ur tími fer í að skipu­leggja Design­Talks sem mark­ar upp­haf Hönn­un­ar­Mars ár hvert.

Við Hlín rædd­um mik­il­vægi hönn­un­ar í þjóðfé­lag­inu og nauðsyn þess að rými sé fyr­ir skap­andi hugs­un, sem er Hlín mikið kapps­mál.

Að horfa á upp­lif­un

Hlín á að baki lang­an fer­il í hönn­un og hef­ur starfað víða um heim. 

„Ég fór fljót­lega að færa mig yfir í upp­lif­un­ar- og þjón­ustu­hönn­un. Mig langaði að nota hönn­un og hönn­un­ar­hugs­un í öðru sam­hengi,“ seg­ir Hlín, sem seinna varð fram­kvæmda­stjóri Hönn­un­ar­sjóðs Aur­oru. Á sama tíma hóf hún að kenna upp­lif­un­ar­hönn­un, sem var þá frek­ar óplægður akur, en fyrstu verk­efn­in voru um­bæt­ur fyr­ir Kvenna­deild Land­spít­al­ans og styrkt­ar­fé­lagið Líf.

„Síðustu ár hef ég mikið unnið með upp­lif­un­ar­hönn­un­ar­stof­unni Gaga­rín og verið mest í að stjórna teym­um í hug­mynda­vinnu, list­rænni stjórn og stefnu­mót­un. En þegar ég var í Stokk­hólmi kenndi ég líka í há­skól­um um all­an heim not­enda­miðaða hönn­un, Design Think­ing og framtíðarfræði, sem geng­ur út á að búa til sviðsmynd­ir til að hvetja til hug­mynda­flugs um framtíðarmögu­leika,“ seg­ir Hlín og seg­ist hafa brenn­andi áhuga á sam­fé­lags­leg­um um­bót­um og hug­mynd­inni um „heilandi heim“.

Fernando Laposse verður fyrirlesari á DesignTalks. Hann vinnur verk sín …
Fern­ando Laposse verður fyr­ir­les­ari á Design­Talks. Hann vinn­ur verk sín úr hýðinu af maís og býr til sann­kallaðan æv­in­týra­heim. Ljós­mynd/​Laposse

„Við eig­um að hlúa að fólk­inu okk­ar, þeim sem þurfa mest á því að halda. Þar get­ur hönn­un haft mikið að segja. Ég vil að við vald­efl­um fólk með skap­andi hugs­un til góðra verka. Það þarf víða að hugsa hlut­ina upp á nýtt, bæði vegna um­hverf­is­vár en líka á sam­fé­lags­leg­um nót­um. Þess vegna finnst mér framtíðarfræði og hönn­un­ar­hugs­un í víðara sam­hengi heill­andi; hug­mynd­ir frek­ar en sófa­borð,“ seg­ir Hlín og bros­ir.

Fast­ur punkt­ur fyr­ir fag­fólk

Hönn­un­ar­Mars er hald­inn í ár dag­ana 2. til 6. apríl, en þar sam­ein­ast ólík­ar grein­ar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs í hátíð sem snert­ir á fjöl­breyti­leg­um hliðum sam­fé­lags og at­vinnu­lífs. Frá upp­hafi Hönn­un­ar­Mars hef­ur Design­Talks skipað mik­il­væg­an sess og er eng­in breyt­ing þar á í ár. Hóp­ur inn­lendra og er­lendra hönnuða og arki­tekta sem öll skara fram úr á sínu sviði stíg­ur á stokk í Hörpu þann 2. apríl.

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt verður fyrsta framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í …
Arn­hild­ur Pálma­dótt­ir arki­tekt verður fyrsta fram­lag Íslend­inga á Fen­eyjat­víær­ingn­um í arki­tekt­úr í vor og hún tal­ar um spá­hönn­un­ar­verk­efnið Lava­form­ing eða hraun­mynd­an­ir, þar sem hraun er mótað og nýtt sem bygg­ing­ar­efni.

„Design­Talks er orðinn fast­ur punkt­ur fyr­ir fag­fólk á Íslandi en er ekki síður áhuga­verður viðburður fyr­ir alla þá sem hafa áhuga á hönn­un, ný­sköp­un og arki­tekt­úr eða þá sem bara vant­ar inn­blást­ur. Ég hef svo oft heyrt fólk tala um að það sé svo gam­an að láta koma sér á óvart, mæta bara og opna á inn­blást­ur úr óvæntri átt! Dag­skrá­in spann­ar allt frá arki­tekt­úr til aug­lýs­inga, gervi­greind­ar til fata­hönn­un­ar og hrá­efn­is til ilmupp­lif­un­ar. Þetta eru vöru­hönnuðir, arki­tekt­ar og skap­andi fólk með óræð starfs­heiti sem veit­ir inn­sýn í hug­ar­heima sína og nálg­un. Gulls ígildi. Við störf­um mörg fljót­andi á jöðrum ólíkra greina og það er erfitt að setja í box,“ seg­ir Hlín og bros­ir.

Stór­kost­leg lykt­ars­in­fón­ía

„Þemað í ár er upp­spretta, sem get­ur bæði verið kyrr­látt ástand og kvikt. Það er þessi kyrra upp­spretta sem við get­um leitað í til að end­ur­næra okk­ur og jafn­vel speglað okk­ur í, en þetta er líka augna­blikið þegar allt verður til; upp­hafið. Þá er hægt að tala um að fara aft­ur í upp­run­ann. Í mín­um huga er það andsvar við tíðarand­an­um þar sem allt er upp í loft og úti um allt. Kannski er þetta til­raun til að staldra aðeins við og læra af því sem kom á und­an. Framtíðin ligg­ur oft í fortíðinni,“ seg­ir hún.

Að starfa við Design­Talks og Hönn­un­ar­mars er sann­ar­lega skap­andi og fjöl­breytt starf en fjöldi þekktra er­lendra hönnuða tal­ar í ár á Design­Talks. Þar má nefna Fer­d­in­ando Ver­deri, sem er leiðandi rödd í alþjóðlega aug­lýs­inga­brans­an­um, var hjá ít­alska Vogue og hef­ur unnið fyr­ir mörg stærstu tísku­hús heims, og arki­tekt­inn Linu Ghot­meh, sem er á lista yfir 50 áhrifa­mestu kon­ur í hönn­un og arki­tekt­úr og nálg­ast verk­efni sín af ein­stakri næmni fyr­ir um­hverfi, sam­hengi og fortíð. Af Íslend­ing­um sem stíga á stokk má nefna Arn­hildi Pálma­dótt­ur arki­tekt, hjón­in á bak við Far­mers Mar­ket og Fischer­sund-lista­sam­steyp­una.

htt­ps://​www.honn­un­ar­midstod.is/​honn­un­ar­mars/​design­talks

„Þau frá Fischer­sundi verða á sviðinu með tónlist, lykt og list og skapa stór­kost­lega lykt­ars­in­fón­íu, sem eng­inn ætti að missa af,” seg­ir Hlín með eft­ir­vænt­ingu í rödd­inni. 

Listsamsteypan í Fischersundi kynnir heilan heim af ilmum á nýstárlegan …
List­sam­steyp­an í Fischer­sundi kynn­ir heil­an heim af ilm­um á ný­stár­leg­an hátt.

Hlín hvet­ur alla til að kynna sér fjöl­breytta dag­skrá Hönn­un­ar­Mars og kíkja á þær mörgu sýn­ing­ar sem verða úti um alla borg og seg­ir opn­un­ar­par­tíið á fimmtu­deg­in­um í Hafn­ar­hús­inu góðan stað til að byrja röltið á.

htt­ps://​www.honn­un­ar­midstod.is/​honn­un­ar­mars

„Það verður boðið upp á kræs­ing­ar fyr­ir augu og eyru!“

Ítar­legt viðtal er við Hlín í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka