Myndir: Deildarmyrkvi á sólu

Í Reykjavík hófst deildarmyrkvinn um klukkan 10.
Í Reykjavík hófst deildarmyrkvinn um klukkan 10. Ljósmynd/Hrannar Hauksson

Deild­ar­myrkvi á sólu sást víðsveg­ar um landið fyr­ir há­degi í dag. 

Í Reykja­vík hófst deild­ar­myrkvinn um klukk­an 10 og náði há­marki um klukk­an 11. Mest­ur myrkvi sást frá Vest­ur­byggð á sunn­an­verðum Vest­fjörðum.

Á síðunni Ice­land at Nig­ht kem­ur fram að sól­myrkv­ar verði þegar tunglið sé nýtt og gangi fyr­ir sól­ina og varpi skugga á Jörðina.

„Þegar tunglið hyl­ur sól­ina að hluta verða deild­ar­myrkv­ar en þegar tunglið fer fyr­ir sól­ina alla verður al­myrkvi. Deild­ar­myrkv­ar sjást frá mun víðfeðmara svæði en al­myrkv­ar.“

Þá hafi sól­myrkvinn einnig sést í norðaust­ur­hluta Banda­ríkj­anna, aust­ur­hluta Kan­ada, Græn­landi, Evr­ópu, norðvest­ur Afr­íku og norðvest­ur Rússlandi. Deild­ar­myrkvinn hafi verið mest­ur yfir Qu­e­bec í Kan­ada þar sem 93% skífu sól­ar var hul­in.

mbl.is hef­ur fengið send­ar nokkr­ar ljós­mynd­ir sem sýna deild­ar­myrkv­ann í dag. 

Þessi mynd var tekin á sunnanverðum Vestfjörðum.
Þessi mynd var tek­in á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. mbl.is/​Guðlaug­ur Al­berts­son
Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son
Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka