Þjófnaður á verkum er óboðlegur

Ragnar segir að óboðlegt sé að höfundarréttarvarin verk séu tekin …
Ragnar segir að óboðlegt sé að höfundarréttarvarin verk séu tekin ófrjálsri hendi til þjálfunar á gervigreind. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

„Tækn­in breyt­ist svo hratt að maður veit ekki hverj­ar af­leiðing­arn­ar verða. Staðan get­ur verið allt önn­ur eft­ir eitt eða tvö ár. Þetta er mjög al­var­legt ástand,“ seg­ir Ragn­ar Jónas­son, vara­formaður Rit­höf­unda­sam­bands Íslands.

Ragn­ar, sem jafn­framt er lög­fræðing­ur og kenn­ir höf­und­ar­rétt við Há­skól­ann í Reykja­vík, hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af ólög­mætri notk­un stór­fyr­ir­tækja á höf­und­ar­vörðu efni til þjálf­un­ar á gervi­greind­ar­tól­um sín­um.

Morg­un­blaðið fjallaði á fimmtu­dag um mála­ferli rit­höf­unda gegn Meta, móður­fyr­ir­tæki Face­book, In­sta­gram og What­sApp, sem notaði efni úr Li­b­Gen, einu stærsta ra­f­ræna bóka­safni í heimi, til að þjálfa gervi­greind­ar­tól sitt. Efni sem er að finna í Li­b­Gen hef­ur verið hlaðið inn með ólög­mæt­um hætti. Í safn­inu er mikið af ís­lensku efni, meðal ann­ars bæk­ur Ragn­ars og fleiri höf­unda.

Ragn­ar seg­ir að óboðlegt sé að höf­und­ar­rétt­ar­var­in verk séu tek­in ófrjálsri hendi til þjálf­un­ar á gervi­greind, það setji höf­und­ar­rétt­inn og list­sköp­un í upp­nám ef slíkt fái að viðgang­ast. Aðspurður seg­ir hann að þótt óvíst sé hvað ger­ist í framtíðinni sé ástæða til að hafa áhyggj­ur af því að bæk­ur rit­höf­unda séu notaðar með þess­um hætti.

„Vænt­an­lega verða þær notaðar til að búa til svipaðar bæk­ur. Það er áhyggju­efni að búin sé til sam­keppni við skap­andi lista­menn með gervi­greind. Þetta er allt sam­an til­vist­ar­leg ógn við list­sköp­un.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka