Frost um mest allt land

Í kvöld hlýnar.
Í kvöld hlýnar. mbl.is/Árni Sæberg

Frosti er spáð um mest allt land í dag. Í kvöld hlýn­ar í veðri. 

„Dag­ur­inn í dag byrj­ar ró­lega. Breyti­leg átt og bjart með köfl­um, en dá­lít­il él norðan- og aust­an­til. Frost um mest allt land. Geng­ur í aust­an og suðaust­an 13-20 með snjó­komu eða slyddu eft­ir há­degi og síðar rign­ingu. Þurrt fram­an af norðan­lands, en snjó­koma með köfl­um þar und­ir kvöld. Hlýn­andi veður, hiti 1 til 7 í kvöld,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. 

Á morg­un er spáð suðvest­an hvassviðri eða stormi með skúr­um eða slydduélj­um, en gera má ráð fyr­ir að dragi úr vindi og úr­komu eft­ir há­degi. Seinnipart­inn er hins veg­ar spáð aust­lægri átt með rign­ingu eða slyddu. Hiti verður á bil­inu 1 til 8 stig, sval­ast verður á Vest­fjörðum.

Á þriðju­dag verður suðvest­an 8-15 m/​s. Gera má ráð fyr­ir skúr­um víða um land. Þá stytt­ir upp og kóln­ar um kvöldið, en lík­ur eru á dá­lít­illi vætu suðaust­an­lands.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert