Alvarleg staða í Landakotsskóla

Forsvarsmenn skólans funda með borgarstjóra.
Forsvarsmenn skólans funda með borgarstjóra. mbl.is/Eggert

Rekst­ur Landa­kots­skóla í Reykja­vík er í upp­námi en for­svars­menn skól­ans hafa sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins skrifað borg­ar­stjóra bréf þar sem al­var­legri stöðu í rekstri hans er lýst. Landa­kots­skóli er einn sex sjálf­stætt starf­andi skóla í Reykja­vík.

Alþjóðadeild skól­ans hef­ur verið í mikl­um vexti á und­an­förn­um árum en nú er deild­in orðin það stór að hún stend­ur ekki und­ir sér miðað við fjár­fram­lög. Upp­sagn­ir eru fyr­ir­séðar.

100 millj­óna króna mis­mun­ur

Lög­um sam­kvæmt veita sveit­ar­fé­lög sjálf­stætt starf­andi skól­um fjár­fram­lög sem nema 70-75% af meðaltals­rekstr­ar­kostnaði allra grunn­skóla á hvern nem­anda. Fram­lag borg­ar­inn­ar til Landa­kots­skóla jafn­gild­ir um 309 millj­ón­um miðað við 140 nem­end­ur en op­in­ber skóli af sömu stærð fær á sama tíma 412 millj­ón­ir. Mis­mun­ur­inn er rúm­ar 100 millj­ón­ir króna og mun­ar um minna.

Ekki náðist í Heiðu Björgu Hilm­is­dótt­ur borg­ar­stjóra við gerð frétt­ar­inn­ar þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir en hún hef­ur boðað for­svars­menn Landa­kots­skóla á fund í dag. Helga Þórðardótt­ir, formaður skóla- og frí­stundaráðs, kaus að tjá sig ekki fyrr en að fundi lokn­um.

Hild­ur Björns­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir fyr­ir­séð að á næstu árum muni þurfa þúsund­ir er­lendra sér­fræðinga til starfa hér­lend­is svo að hægt verði að standa und­ir verðmæta­sköp­un í land­inu.

„Við verðum að tryggja öfl­uga og sam­keppn­is­hæfa höfuðborg og því er alþjóðleg náms­leið á grunn­skóla­stigi lyk­il­for­senda svo hingað til lands velj­ist öfl­ugt starfs­fólk. Ef alþjóðadeild Landa­kots­skóla verður lokað er ljóst að eng­inn grunn­skóli í Reykja­vík mun tryggja slíka náms­leið og það er al­var­leg staða.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert