Blása á allt tal um reynsluleysi

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, segir …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að flokkurinn hafi þjappað sér saman, lært af mistökunum og horfi bjartsýnn fram á veginn. Hún tekur fram að ríkisstjórnarsamstarfið hafi fengið vel. Undir það tóku Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eyþór

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, seg­ir að reynslu­leysi þing­manna Flokks fólks­ins hafi eng­in áhrif á rík­is­stjórn­ar­sam­starfið sem hafi gengið vel.

Inga seg­ir að sú ágjöf sem flokk­ur­inn hafi mátt þola und­an­farið, m.a. tengt af­sögn barna- og mennta­málaráðherra ný­verið, hafi þjappað flokks­mönn­um enn bet­ur sam­an.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi sem for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna boðuðu til eft­ir há­degi til að fara yfir fyrstu 100 daga rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Horfa ekki í bak­sýn­is­speg­il­inn held­ur læra af mis­tök­un­um

„Við höld­um bara áfram okk­ar góðu verk­um. Við höf­um hins veg­ar ætlað okk­ur í dag að ræða um 100 daga af­mæli rík­is­stjórn­ar­inn­ar og erum ekki að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn. Við segj­um áfram veg­inn, við skul­um láta verk­in tala. Í okk­ar her­búðum þá rík­ir bara bjart­sýni og bros og við tök­um allri ágjöf þannig að hún styrk­ir okk­ur,“ sagði Inga.

„En reynslu­leysið sem slíkt, við höf­um nátt­úru­lega aldrei verið í rík­is­stjórn áður; við lær­um af þeim mis­tök­um sem við ger­um. Ég segi það fyr­ir okk­ar hönd í Flokki fólks­ins þá erum við al­veg ein­stak­lega frá­bær og erum í frá­bærri rík­is­stjórn.“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra minnti á mikilvægi Flokks fólksins fyrir ríkisstjórnarsamstarfið.
Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra minnti á mik­il­vægi Flokks fólks­ins fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starfið. mbl.is/​Eyþór

Kristrún seg­ir Flokk fólks­ins vera mik­il­væg­an hlekk

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra benti í fram­hald­inu á að „við vær­um ekki að leggja fram þessa fjár­mála­áætl­un í dag nema af því að við erum í rík­is­stjórn með Flokki fólks­ins. Við skul­um bara hafa það al­veg á hreinu.“

Hún bætti við að marg­ar af stóru ákvörðun­un­um sem rík­is­stjórn­in taki nú séu vegna þess að rík­is­stjórn sé sam­sett með þess­um hætti.

„Fólk er sam­stillt í póli­tísk­um skila­boðum. Koma upp mál út af alls kon­ar þátt­um sem eru oft ótengd póli­tík­inni? Já. Þarf maður að eiga við þau? Já. Er það stund­um erfitt? Já. En við fór­um í þetta til að vinna í póli­tík og þetta er afrakst­ur þess og ég er þakk­lát fyr­ir að vera í rík­is­stjórn með Flokki fólks­ins sem ger­ir mér og okk­ur kleift að ná þess­um mark­miðum okk­ar,“ sagði Kristrún sem lýsti ánægju með sam­starfið.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir allt tal um reynsluleysi Flokks …
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir allt tal um reynslu­leysi Flokks fólks­ins bera ein­kenni hroka og yf­ir­læt­is. mbl.is/​Eyþór

Gömlu flokk­arn­ir ekki mæli­kv­arði á gæði rík­is­stjórna

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra sagði að allt tal um reynslu­leysi Flokks fólks­ins væri hroki eða yf­ir­læti.

„Flokk­ur fólks­ins er stofnaður sama ár og Viðreisn, 2016. Hef­ur al­veg jafn mikla reynslu á þingi og við í Viðreisn. Kom­um við frá ólík­um hóp­um í sam­fé­lag­inu? Já, við ger­um það. En fyr­ir vikið höf­um við náð að efla sam­starf okk­ar þannig að það er bæði gagn­kvæm­ur skiln­ing­ur, það er hrein­skiptni og fyr­ir vikið þá dýpk­ar sam­starfið og verður betra að mínu mati,“ sagði Þor­gerður Katrín.

„Ég hef verið í öðrum flokki eins og fleiri vita. Það er eng­in ávís­un á gæði rík­is­stjórna að hafa eld­gömlu flokk­ana í rík­is­stjórn, bara þannig að það sé sagt. Ég held að þetta fari bara ein­fald­lega eft­ir því að traustið sé strax frá grunni, frá upp­hafi. Við vinn­um þannig, við erum búin að koma okk­ur upp ákveðnu verklagi. Fyr­ir vikið erum við að sjá ákveðna skil­virkni, ákveðna niður­stöðu, póli­tíska niður­stöðu úti í sam­fé­lagið sem við erum að taka á.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert