Gular viðvaranir víða um land

Gular viðvaranir tóku gildi í nótt.
Gular viðvaranir tóku gildi í nótt. Kort/mbl.is

Veður­stofa Íslands hef­ur gefið út gul­ar viðvar­an­ir vegna suðvest­an hvassviðris á Vest­fjörðum, Strönd­um og Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og miðhá­lend­inu.

Þær fyrstu tóku gildi í nótt á Strönd­um og Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og á miðhá­lend­inu og klukk­an 9 tek­ur gul viðvör­un gildi á Vest­fjörðum. Varað er við akst­urs­skil­yrðum á þess­um svæðum.

Í dag verður sunn­an og suðvest­an 15-23 m/​s og skúr­ir eða él, hvass­ast á Norður­landi, en vind­ur verður hæg­ari í létt­skýjuðu veðri aust­an­lands. Það dreg­ur smám sam­an úr vindi síðdeg­is og rof­ar til, en snýst í suðlæga átt 5-10 m/​s með rign­ingu eða slyddu und­ir kvöld, fyrst sunn­an­lands. Hit­inn verður 0 til 7 stig, hlýj­ast syðst.

Á morg­un er spáð suðvest­an 8-15 m/​s með skúr­um eða élj­um en bjart verður með köfl­um aust­an­til. Það stytt­ir upp og dreg­ur úr vindi og kóln­ar seinni part­inn, en skýjað verður og rign­ing eða slydda með köfl­um á suðaust­an­verðu land­inu. Hit­inn verður 2 til 10 stig, sval­ast á Vest­fjörðum.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert