Leitin ekki borið árangur

Frá leitinni í síðustu viku.
Frá leitinni í síðustu viku. mbl.is/Ólafur Árdal

Leit að manni sem tal­inn er hafa farið í sjó­inn við Kirkju­sand í síðustu viku hef­ur enn ekki borið neinn ár­ang­ur.

Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir í sam­tali við mbl.is að leit hafi staðið yfir að mann­in­um um helg­ina en hún hafi ekki borið ár­ang­ur. 

Mik­ill viðbúnaður þegar leit­in hófst

Spurður hvort leit­inni verði haldið áfram seg­ir hann:

„Verk­efni dags­ins er að fara yfir hvernig þetta gekk um helg­ina og meta næstu skref.“

Mik­ill viðbúnaður var við Kirkju­sand þegar leit að mann­in­um hófst en þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar aðstoðaði við leit­ina og þá voru kafar­ar og björg­un­ar­sveit­ir send­ar á vett­vang ásamt lög­reglu og slökkviliði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert