Munu ákveða sína eigin framtíð

Jens-Frederik Nielsen hinn nýi formaður grænlensku landsstjórnarinnar.
Jens-Frederik Nielsen hinn nýi formaður grænlensku landsstjórnarinnar. AFP

Jens-Frederik Niel­sen, hinn nýi formaður græn­lensku lands­stjórn­ar­inn­ar, lýsti því yfir í gær að Græn­land myndi aldrei verða hluti af Banda­ríkj­un­um, en Trump Banda­ríkja­for­seti lýsti því yfir um helg­ina að hann væri „100% viss“ um að Banda­rík­in myndu „fá Græn­land“.

Niel­sen sagði í yf­ir­lýs­ingu á Face­book-síðu sinni að það væri rangt. „Banda­rík­in munu ekki fá Græn­land. Við til­heyr­um eng­um öðrum. Við ákveðum okk­ar eig­in framtíð,“ sagði Niel­sen.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að ekki sé hægt að gefa sér að Trump vilji fá póli­tísk yf­ir­ráð yfir Græn­landi, því að hann tjái sig oft með óhefðbundn­um hætti um mál­efni. 

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag og nýja Mogga-app­inu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert