Alvarlegra en mörg fyrri gos

Eðli málsins samkvæmt er staðan alvarlegri núna þar sem sprunga …
Eðli málsins samkvæmt er staðan alvarlegri núna þar sem sprunga opnaðist innan varnargarða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra seg­ir eld­gosið í eðli sínu vera al­var­legra en mörg fyrri gos þar sem sprunga hafi opn­ast inn­an þeirra varn­argarða sem eiga að verja Grinda­vík. Þor­björg var í stjórn­stöð al­manna­varna þegar eld­gosið hófst á tí­unda tím­an­um í morg­un.

„Mér fannst mjög merki­legt að vera stödd hér inni með því fólki sem hér starfar þegar að gosið hófst klukk­an 9.40. Ég var í sam­skipt­um við rík­is­lög­reglu­stjóra í morg­un þegar hún upp­lýsti mig um að þetta væri senni­lega að ger­ast. Þannig ég dreif mig á staðinn og var hérna með þeim þegar gosið hófst,“ seg­ir Þor­björg.

Okk­ar besta fólk sinn­ir mik­il­væg­um störf­um

Örfá­ir heima­menn neituðu að yf­ir­gefa Grinda­vík í morg­un þegar rýma átti bæ­inn. Var tveim­ur björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um var ógnað með byssu þegar þeir báðu íbúa um að rýma.

Þor­björg hvet­ur fólk til að fylgja til­mæl­um lög­reglu og vera ekki á ferðinni í grennd við eld­gosið.

„Lög­regla og al­manna­varn­ir, okk­ar besta fólk er að sinna mjög mik­il­væg­um störf­um núna og við get­um best staðið með þeim í þeirri vinnu með því að hlusta eft­ir því hver þeir eru,“ seg­ir Þor­björg.

Íbúar fari eft­ir til­mæl­um

Ráðherr­ann legg­ur áherslu á að eng­in merki séu um að fólk sé í hættu núna en að fólk eigi að fylgj­ast vel með fyr­ir­mæl­um lög­reglu.

„Breiðu, stóru skila­boðin eru: Þessi skila­boð eru ekki gef­in að ástæðulausu. Það er al­var­legt mál að gefa út svona skila­boð og það seg­ir sitt að þau séu gef­in. Þannig að afstaða mín er auðvitað sú að fara að þess­um til­mæl­um,“ seg­ir Þor­björg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert