Hættumatið hefur verið uppfært

Skjálftavirkni á Sundhnúkagígaröðinni síðustu sjö daga. Skjálftavirknin sem hófst í …
Skjálftavirkni á Sundhnúkagígaröðinni síðustu sjö daga. Skjálftavirknin sem hófst í morgun sést sem rauð þyrping við Sýlingarfell. Kort/Veðurstofa Íslands

Hættumat hef­ur verið upp­fært vegna kviku­hlaups á Sund­hnúkagígaröðinni. Vegna kviku­hlaups eru aukn­ar lík­ur á eld­gosi að sögn Veður­stofu Íslands.

Hætta á svæði 3 hef­ur verið færð í mikla hættu (fjólu­blátt) og á svæði 4 (Grinda­vík) hef­ur hætta farið úr tölu­verðri hættu í mikla (rautt).

Hættumatið gild­ir til 2. apríl klukk­an 9.00, svo framar­lega sem eng­ar breyt­ing­ar verða á aðstæðum, seg­ir í til­kynn­ingu á vef Veður­stofu Íslands.  

Það er viðbúnaður í Grindavík.
Það er viðbúnaður í Grinda­vík. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert