Starfsemi Landsnets á neyðarstig

Möstrin sem eru í mestri hættu á að vera í …
Möstrin sem eru í mestri hættu á að vera í rennslisleið hrauns hafa verið varin með görðum. Ljósmynd/Landsnet

Starf­semi Landsnets er kom­in á neyðarstig og fylg­ist fyr­ir­tækið með fram­vindu kviku­hlaups og yf­ir­vof­andi eld­goss. Þá er Landsnet til­búið til að bregðast við eld­gosi ógni það raflín­un­um á svæðinu.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Landsneti.

Möstr­in í mestri hættu var­in með görðum

Þá hafa möstr­in sem eru í mestri hættu á að vera í rennslis­leið hrauns verið var­in með görðum.

„Við höf­um einnig látið hanna og smíða ein­föld möst­ur sem hægt er að reisa með auðveld­um hætti fari svo að nú­ver­andi lína bili vegna eld­goss. Þá erum við til­bú­in með nýja línu­leið utan nú­ver­andi hraun­rennslis­leiða og stóð reynd­ar til að reisa þau möst­ur í vik­unni. Við bíðum aðeins með þá aðgerð og fylgj­umst með fram­vind­unni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert