Starfsemi Landsnets er komin á neyðarstig og fylgist fyrirtækið með framvindu kvikuhlaups og yfirvofandi eldgoss. Þá er Landsnet tilbúið til að bregðast við eldgosi ógni það raflínunum á svæðinu.
Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti.
Þá hafa möstrin sem eru í mestri hættu á að vera í rennslisleið hrauns verið varin með görðum.
„Við höfum einnig látið hanna og smíða einföld möstur sem hægt er að reisa með auðveldum hætti fari svo að núverandi lína bili vegna eldgoss. Þá erum við tilbúin með nýja línuleið utan núverandi hraunrennslisleiða og stóð reyndar til að reisa þau möstur í vikunni. Við bíðum aðeins með þá aðgerð og fylgjumst með framvindunni,“ segir í tilkynningunni.