Vélsleðaslys í Kerlingarfjöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út á tólfta tím­an­um vegna vélsleðaslyss í Kerl­inga­fjöll­um.

Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, seg­ir við mbl.is að þyrl­an hafi verið rétt kom­in úr flugi með vís­inda­menn yfir gosstöðvarn­ar á Reykja­nesi þegar til­kynn­ing hafi borist til neyðarlín­unn­ar rétt um klukk­an 11 um vélsleðaslys í Kerl­ing­ar­fjöll­um.

„Það var hægt að bregðast hratt við og lenti þyrl­an í Kerl­ing­ar­fjöll­um um klukk­an rúm­lega hálf tólf þar sem hún mun flytja slasaðan vélsleðamann á sjúkra­hús,“ seg­ir Ásgeir.

Hann seg­ist hvorki vita um or­sök slyss­ins né líðan hins slasaða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert