Jens telur niður dagana

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill koma ríkisstjórninni frá völdum …
Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill koma ríkisstjórninni frá völdum sem fyrst. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór/Eggert/Colourbox

„Það sem vek­ur með manni ugg fyr­ir hönd heim­il­anna og fyr­ir­tækj­anna í land­inu er að það eru 1.358 dag­ar eft­ir af kjör­tíma­bil­inu,“ sagði Jens Garðar Helga­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í dag.

Hann kvað sér hljóðs und­ir liðnum störf þings­ins í dag þar sem hann fór yfir fyrstu 100 daga rík­is­stjórn­ar­inn­ar og sagði að stjórn­völd hefðu svo „sann­ar­lega sýnt á spil­in“. 

Það er svo sann­ar­lega hægt að segja að hún gangi hreint til verks þessa fyrstu 100 daga. Eins og sönn vinstri stjórn ræðst hún strax í að hækka skatta og þyngja álög­ur á fjöl­skyld­urn­ar og fyr­ir­tæk­in í land­inu,“ sagði Jens. 

Ráðist að grunn­atvinnu­veg­um

Hann bætti við að fagn­arðar­er­indið væri boðað í nýrri fjár­mála­áætl­un þar sem ráðist væri að grunn­atvinnu­veg­um þjóðar­inn­ar með tvö­föld­un veiðigjalda, með til­heyr­andi af­leiðing­um fyr­ir strand­byggðirn­ar um allt land. Þá væri auðlinda­gjald boðað á ferðaþjón­ust­una sem hefði varað við aukn­um áskor­un­um í at­vinnu­grein­inni.

„Rétt er að taka fram að þetta gjald mun leggj­ast jafnt á er­lenda ferðamenn sem og Íslend­inga alla sem ætla að heim­sækja sín­ar nátt­úruperl­ur,“ bætti Jens við.

Kem­ur hart niður á ung­um fjöl­skyld­um

Þá sagði hann að heim­il­in og rest­in af at­vinnu­líf­inu myndu ekki sleppa und­an fagnaðar­er­indi vinstri stjórn­ar­inn­ar.

„Fella á niður sam­skött­un milli skattþrepa í til­viki hjóna og sam­býl­is­fólks. Kem­ur þetta harðast niður á ung­um fjöl­skyld­um sem eru í fæðing­ar­or­lofi. Fyr­ir kosn­ing­arn­ar var boðað að loka ehf.-gat­inu sem beind­ist ekki síst að litl­um at­vinnu­rek­end­um eins og píp­ur­um, smiðum, hár­greiðslu­fólki og öðrum sem eru í litl­um at­vinnu­rekstri. En gott fólk, í dag heit­ir þetta því fína nafni „end­ur­skoðun viðmiðun­ar­reglna um reiknuð laun í at­vinnu­rekstri“,“ sagði Jens.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert