Útkall vegna vatnsleka

Viðeigandi viðbragð er á staðnum.
Viðeigandi viðbragð er á staðnum. mbl.is/Eyþór

Tveir dælu­bíl­ar slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu voru kallaðir út í kvöld vegna vatnsleka í íbúðar­hús­næði í Hafnafirði. 

Tals­vert mikið vatn hafði safn­ast sam­an í kjall­ara í hús­næðinu en lek­inn reynd­ist koma utan frá. 

„Ef þetta kem­ur utan frá er erfitt fyr­ir okk­ur að eiga við það. Við gæt­um þess vegna dælt í heil­an dag og það myndi ekki breyta neinu, ef vatnið er að koma ann­ars staðar frá. Það var raun­in þarna,“ seg­ir Þór­ar­inn Þór­ar­ins­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að kallaður hafi verið út dælu­bíll frá Hreinsi­tækni sem mun dæla upp vatn­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert