Flaggað alla daga ársins

Íslenski tjúgufáninn við hún á Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu í Reykjavík.
Íslenski tjúgufáninn við hún á Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu í Reykjavík. mbl.is/Eyþór

Flaggað er nú á Stjórn­ar­ráðinu við Lækj­ar­götu alla daga árs­ins. Að sögn Sig­hvats Arn­munds­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins óskaði Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra eft­ir því í byrj­un mars að þetta yrði gert. Til þessa hef­ur verið flaggað á hús­inu á fána­dög­um og við sér­stök til­efni.

Þess má geta að fyr­ir Alþingi ligg­ur frum­varp frá Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur og fleiri þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks um breyt­ingu á lög­um um þjóðfána Íslend­inga og rík­is­skjald­ar­merkið þess efn­is að tjúguf­án­inn skuli dreg­inn á stöng alla daga árs­ins á Alþing­is­hús­inu og Stjórn­ar­ráðshús­inu kl. 8 að morgni og vera við hún til kl. 21 að kvöldi. Þessa fána skuli lýsa upp í skamm­deg­inu.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag og í nýja Mogga-app­inu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert