Steinþór nýr sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs

Steinþór Einarsson, nýr sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar.
Steinþór Einarsson, nýr sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Róbert Reynisson

Steinþór Ein­ars­son hef­ur verið ráðinn sviðsstjóri menn­ing­ar- og íþrótta­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Hann hef­ur gegnt stöðu skrif­stofu­stjóra stjórn­sýslu á menn­ing­ar- og íþrótta­sviði frá ár­inu 2023 ásamt því að vera staðgeng­ill sviðsstjóra, en hann hef­ur verið starf­andi sviðsstjóri frá nóv­em­ber 2024.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Skrif­stofu­stjóri rekstr­ar- og þjón­ustu í 25 ár

Seg­ir þar enn frem­ur að Steinþór sé með íþrótta­kenn­ara­próf sem grunn- og fram­halds­skóla­kenn­ari frá íþrótta­kenn­ara­skóla Íslands á Laug­ar­vatni sem og diplómu í markaðs- og út­flutn­ings­fræði frá Há­skóla Íslands.

Þá starfaði hann sem íþrótta­kenn­ari við Folda­skóla í þrjú ár og tók svo til starfa hjá íþrótta- og tóm­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem hann var skrif­stofu­stjóri rekstr­ar- og þjón­ustu í 25 ár.

Ráðgef­andi hæfn­is­nefnd skipuð

„Steinþór hef­ur gegnt stöðu skrif­stofu­stjóra stjórn­sýslu á menn­ing­ar- og íþrótta­sviði frá ár­inu 2023 en meðfram störf­um sín­um hef­ur hann verið staðgeng­ill sviðsstjóra til margra ára og starf­andi sviðsstjóri frá nóv­em­ber 2024. Auk þess má geta að hann hef­ur verið formaður fé­lags stjórn­enda hjá Reykja­vík­ur­borg og verið full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar í alþjóðlegu sam­starfi á sviði íþrótta- og tóm­stunda­mála,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Var starf sviðsstjóra menn­ing­ar- og íþrótta­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar aug­lýst laust til um­sókn­ar í lok janú­ar síðastliðinn þar sem fyrr­ver­andi sviðsstjóri, Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son, var kjör­inn á Alþingi. Alls bár­ust 54 um­sókn­ir um starfið en tólf um­sækj­end­ur drógu um­sókn­ir sína til baka. Seg­ir í til­kynn­ing­unni að í sam­ræmi við regl­ur um ráðning­ar borg­ar­ráðs í æðstu stjórn­un­ar­stöður var skipuð ráðgef­andi hæfn­is­nefnd.

Vel liðinn og öfl­ug­ur stjórn­andi

„Í loka­skýrslu ráðgef­andi hæfn­is­nefnd­ar til borg­ar­ráðs seg­ir að það sé mat hæfn­is­nefnd­ar að Steinþór Ein­ars­son sé best til þess fall­inn að taka við starfi sviðsstjóra menn­ing­ar- og íþrótta­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Sam­kvæmt um­sögn ráðgef­andi hæfn­is­nefnd­ar bygg­ir það meðal ann­ars á yf­ir­grips­mik­illi þekk­ingu hans á mála­flokk­um sviðsins og því að „hann hef­ur, í gegn­um árin, leitt fjölda stefnu­mót­andi verk­efna og hef­ur skýra framtíðar­sýn á mála­flokka menn­ing­ar og íþrótta, mik­il­vægi jafn­væg­is þeirra á milli og sam­legðar­tæki­færi.“ Þá kom fram í um­sögn­um að Steinþór væri vel liðinn og öfl­ug­ur stjórn­andi sem ætti auðvelt með að fá fólk með sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert