Rigningar auka hættu

Hætta á grjóthruni, skriðum og sandfoki á landinu.
Hætta á grjóthruni, skriðum og sandfoki á landinu. Kort/mbl.is

„Það hafa nokkr­um sinn­um fallið stein­ar út á veg­inn und­ir Steina­hlíð, en ég veit ekki til þess að það hafi áður fallið á bíla,“ seg­ir Svan­ur Geir Bjarna­son, svæðis­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á Suður­svæði, og vís­ar þar til bana­slyss­ins sem varð á þjóðveg­in­um und­ir Steina­hlíð sl. mánu­dag þar sem þrjár er­lend­ar kon­ur voru á ferð í bíl og ein þeirra lét lífið í slys­inu.

Hann seg­ist telja að fólk kunn­ugt staðhátt­um gæti al­veg eins hafa orðið fyr­ir slysi þarna, því að erfitt sé að verj­ast því ef grjót er komið af stað.

„Við erum að skoða það að reisa varn­ar­vegg í Steina­hlíð sem gæti stöðvað grjót á leið niður hlíðina,“ seg­ir Svan­ur og bend­ir á að óvana­legt sé að skriður falli á vegi á Suður­svæði, það sé helst við Krýsu­vík­ur­veg og Grafn­ings­veg efri. „Síðan er mögu­leiki á grjót­hruni á Kalda­dals­vegi á milli Þing­valla að Uxa­hryggj­ar­vegi um Meyj­ar­sæti,“ seg­ir hann og bæt­ir við að mikl­ar rign­ing­ar auki á þessa hættu.

Viðvar­andi hætta fyr­ir vest­an

Þegar kortið hér fyr­ir ofan er skoðað sést að mesta hætt­an á grjót­skriðum er á Vest­fjörðum og einnig Aust­fjörðum. Krist­inn Lyng­mo, hjá Vega­gerðinni á Ísaf­irði, seg­ir grjót­hrun mikið vanda­mál fyr­ir vest­an.

Nefn­ir hann staði eins og Kirkju­bóls­hlíðina, Súðavík­ur­hlíð, Sjö­túna­hlíð, Skóg­ar­götu í Hest­f­irði og Skötu­fjörð. Þar lenti vöru­bíll á stór­grýti og var mesta mildi að ekki fór verr. „Við búum við þessa hættu hér fyr­ir vest­an,“ seg­ir Krist­inn og bæt­ir við að von­ast sé eft­ir því að farið verði í gerð Súðavík­ur­ganga.

„Siglu­fjarðar­veg­ur­inn frá Fljót­um er í vökt­un, um 15 km kafli,“ seg­ir Gunn­ar Helgi Guðmunds­son, svæðis­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á Norður­landi. „Þar er veg­ur­inn að síga og það er far­in eft­ir­lits­ferð dag­lega til að kanna aðstæður. Við erum líka með lok­un­ar­hlið á þess­um kafla ef regn­magn fer upp fyr­ir ákveðið mark,“ seg­ir hann og tek­ur und­ir orð Krist­ins um bið eft­ir göng­um, en heima­menn bíða eft­ir Fljóta­göng­um.

Á Aust­fjörðum eru marg­ir staðir merkt­ir á kortið og menn þekkja orðið hætt­una frá Seyðis­firði eft­ir aur­skriður síðustu ára. Sveinn Sveins­son á Reyðarf­irði nefn­ir veg­inn yfir Hell­is­heiði eystri og síðan Njarðvík­ur­skriður á leiðinni til Borg­ar­fjarðar eystri. Það séu sér­stak­lega viðsjár­verðir veg­ir. Einnig nefn­ir hann stak­ar brekk­ur á Reyðarf­irði, Vatt­ar­nesskriður við Fá­skrúðsfjörð og Kambanesskriður við Breiðdals­vík og Þvott­ár- og Hval­nesskriður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert