„Víðáttumikil hæð austur af landinu beinir til okkar mildri suðlægri átt,“ ritar veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Í dag er spáð víða kalda eða strekking, 8-15 m/s, sunnan- og vestantil á landinu. Búast má við súld eða dálítilli rigningu með köflum, en hægari vindur og léttskýjað um landið norðaustanvert.
Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.
Svipað veður á morgun en á mánudag bætir heldur í úrkomuna á vesturhluta landsins.
Útlit er fyrir áframhaldandi sunnanáttir og hlýindi fram yfir miðja viku, en þá er að sjá að suðvestanáttin með kólnandi veðri nái yfirhöndinni.