Allt að 14 stiga hiti

Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig að deginum, …
Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Víðáttu­mik­il hæð aust­ur af land­inu bein­ir til okk­ar mildri suðlægri átt,“ rit­ar veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands.

Í dag er spáð víða kalda eða strekk­ing, 8-15 m/​s, sunn­an- og vest­an­til á land­inu. Bú­ast má við súld eða dá­lít­illi rign­ingu með köfl­um, en hæg­ari vind­ur og létt­skýjað um landið norðaust­an­vert.

Hiti verður á bil­inu 5 til 14 stig að deg­in­um, hlýj­ast á Aust­ur­landi.

Svipað veður á morg­un en á mánu­dag bæt­ir held­ur í úr­kom­una á vest­ur­hluta lands­ins.

Útlit er fyr­ir áfram­hald­andi sunna­nátt­ir og hlý­indi fram yfir miðja viku, en þá er að sjá að suðvestan­átt­in með kóln­andi veðri nái yf­ir­hönd­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert