Enginn gosbeygur í Baltó

Schnauzerinn Baltó og húsbóndi hans, Sigurður Hallfreðsson smiður, eru hvergi …
Schnauzerinn Baltó og húsbóndi hans, Sigurður Hallfreðsson smiður, eru hvergi bangnir og ganga til sinna starfa í Grindavík hvort sem gýs eður ei. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvað, er þetta ekki ell­efta gosið?“ spyr Sig­urður Hall­freðsson smiður, sem starfar hjá verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Ver­kási, en starfs­menn þess hafa haft veg og vanda af viðhaldi grind­verks við skóla í Grinda­vík og varð ekki messu­fall þrátt fyr­ir síðasta gos.

Í vinn­unni fylg­ir „vinnu­hund­ur­inn“ Baltó, af ætt og kyni schnauzer, Sig­urði og neit­ar sá síðar­nefndi því al­farið að nokk­urn gos­beyg hafi sett að þeim fé­lög­um, margt þarf enda að vinna í Grinda­vík eins og öðrum sveit­ar­fé­lög­um lands­ins þótt við ramm­an sé reip að draga þar sem ægi­vald nátt­úrukraft­anna er ann­ars veg­ar.

Starfsmenn Verkás að störfum í Grindavík.
Starfs­menn Ver­kás að störf­um í Grinda­vík. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vask­ur vinnu­hund­ur

Baltó hef­ur mætt til vinnu með Sig­urði í allt að fjóra mánuði og er sem prúðast­ur á meðan hús­bóndi hans er að störf­um.

Aðspurður seg­ir Sig­urður að hann kippi sér ekk­ert upp við þótt jörðin byrji að nötra en tíðir jarðskjálft­ar hafa mælst á Reykja­nesskaga frá því að síðasta eld­gos braust úr síðastliðinn miðviku­dag. 

„Það er ekk­ert hættu­legra fyr­ir hann en mig að vera í Grinda­vík,“ seg­ir Sig­urður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert