Óróinn dottinn niður

Jarðskjálftar hafa mælst á Torfajökulssvæðinu síðustu daga.
Jarðskjálftar hafa mælst á Torfajökulssvæðinu síðustu daga. mbl.is/RAX

Auk­inn órói fór að mæl­ast um há­degi á Torfa­jök­uls­svæðinu og kom fram í bylgj­um. Óró­inn varði í um klukku­stund en hef­ur síðan dáið niður.

„Þetta virðist vera búið,“ seg­ir Krist­ín Elísa Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.  

Hún seg­ir ómögu­legt að segja til um hvort órói fari aft­ur af stað en Veður­stof­an fylg­ist vel með.

„Þetta er dína­mískt jarðhita­kerfi og er sí­breyti­legt.“

Landris sum­arið 2023

Sum­arið 2023 mæld­ist landris í Torfa­jök­ul­seld­stöðinni en lítið frétt­næmt hef­ur gerst í þeim efn­um síðan þá, að sögn Krist­ín­ar.

Síðasta gos í Torfa­jökli varð árið 1477 og myndaði þá Lauga­hraun og Náms­hraun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert