Órói við Torfajökul

Jarðskjálftar hafa mælst á Torfajökulssvæðinu síðustu daga.
Jarðskjálftar hafa mælst á Torfajökulssvæðinu síðustu daga. mbl.is/RAX

Auk­inn órói fór að mæl­ast um há­degi á Torfa­jök­uls­svæðinu og kem­ur hann í bylgj­um, að sögn Elísa­bet­ar Pálma­dótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðings Veður­stof­unn­ar.

„Gróf staðsetn­ing er 15 kíló­metr­ar vestn­orðvest­ur af Torfa­jökli. Við erum að skoða þetta frek­ar með öðrum sér­fræðing­um,“ seg­ir Elísa­bet í sam­tali við mbl.is.

Hún seg­ir skjálfta hafa verið á þessu svæði síðustu daga, sem hef­ur kannski ekki farið mjög hátt sök­um jarðskjálfta ann­ars staðar á land­inu.

Taka þurfi óróa al­var­lega

Elísa­bet seg­ist telja lík­legt að óró­inn teng­ist jarðhita á svæðinu og von­ar hún að minnsta kosti að gos sé ekki í vænd­um.

„Við þurf­um alltaf að taka óróa svo­lítið al­var­lega.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert