140 milljónir söfnuðust

Guðný Pálsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir eru skipuleggjendur átaksins.
Guðný Pálsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir eru skipuleggjendur átaksins. mbl.is/Hákon

Tæp­lega 140 millj­ón­ir söfnuðust til bygg­ing­ar nýs Kvenna­at­hvarfs með átak­inu Á allra vör­um.

Í gær­kvöldi fór fram söfn­un­arþátt­ur á RÚV og seg­ir í til­kynn­ingu að upp­hæðin hafi safn­ast bæði með frjáls­um fram­lög­um og sölu á Á allra vör­um-vara­sett­un­um.

„Við erum í skýj­un­um með ár­ang­ur­inn. Þetta þýðir að við höf­um tryggt það að nýtt Kvenna­at­hvarf mun rísa og það á rétt­um tíma,” er haft eft­ir Elísa­betu Sveins­dótt­ur, einni af skipu­leggj­end­um átaks­ins. 

Elísa­bet, auk Gróu Ásgeirs­dótt­ur og Guðnýju Páls­dótt­ur, koma á fram­færi þakk­læti til allra þeirra sem tóku þátt í átak­inu og lögðu hönd á plóg með ein­um eða öðrum hætti. 

„Við hefðum ekki verið á allra vör­um án stuðnings bak­hjarl­anna okk­ar, sjálf­boðaliðanna, vina og vanda­manna. Það er með ólík­ind­um að upp­lifa kraft­inn og gleðina sem ríkti í allri her­ferðinni,” er haft eft­ir Gróu en um 200 til 300 manns komu að átak­inu. 

„Þegar all­ir leggj­ast á eitt verða töfr­ar til. Við eig­um ekki til eitt nægi­lega sterk orð til að lýsa þakk­læti okk­ar,“ er haft eft­ir Guðnýju. 

Söfn­un­ar­núm­er­in verða opin til 8. apríl og því er enn hægt að leggja mál­efn­inu lið með því að hringja í eft­ir­far­andi núm­er:

9071504 fyr­ir 4.000 kr.

9071506 fyr­ir 6.000 kr.

9071508 fyr­ir 8.000 kr.

9071510 fyr­ir 10.000 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert