Fólk er reitt og þreytt

Ásgeir er nú í málaferlum við ríkisstjórn Trumps, en hann …
Ásgeir er nú í málaferlum við ríkisstjórn Trumps, en hann er framkvæmdastjóri fag- og verkalýðsfélags utanríkisþjónustunnar. mbl.is/Ásdís

Mitt í hringiðu stjórn­mála í Banda­ríkj­un­um, í höfuðborg­inni Washingt­on D.C., býr og starfar Íslend­ing­ur­inn Ásgeir Sig­fús­son. Hann var stadd­ur hér á landi ný­lega og notaði blaðamaður þá tæki­færið til að kíkja til hans í heim­sókn og heyra um líf hans og störf vest­an­hafs. Í Banda­ríkj­un­um hef­ur hann búið í tæp þrjá­tíu ár og stjórn­ar nú fag- og verka­lýðsfé­lagi ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar. Fé­lagið, American For­eign Service Associati­on, er komið í mála­ferli við rík­is­stjórn Trumps, í fyrsta sinn í sögu þess.

Vinn­ur í þágu átján þúsunda

Ásgeir fór til Banda­ríkj­anna eft­ir nám í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík og byrjaði í Penn­sylvan­íu-há­skóla, þar sem hann lagði stund á ensku og alþjóðasam­skipti. Þaðan lá leiðin í Geor­get­own-há­skóla í Washingt­on, þar sem hann kláraði meist­ara­gráðu í Evr­ópu­fræðum.

„Ég var í starfs­námi meðfram skóla­göng­unni hjá American For­eign Service Associati­on. Þeir réðu mig svo í fullt starf strax eft­ir námið og síðan hef ég náð að vinna mig upp í fram­kvæmda­stjóra­stöðu. Við erum hags­muna­sam­tök og verka­lýðsfé­lag banda­rísku ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar,“ seg­ir Ásgeir og bæt­ir við að fé­lagið telji átján þúsund meðlimi.

„Yf­ir­leitt erum við að „lobbýa“ uppi á þingi og stönd­um í viðræðum við ráðuneyti um vinnuaðstöðu. Við pöss­um upp á rétt­indi fólks og að farið sé eft­ir regl­um,“ seg­ir hann og seg­ir fé­lagið þver­póli­tíska stofn­un sem ekki sé rek­in í hagnaðarskyni. Ásgeir seg­ir að meðal aðal­mark­miða sé að hvetja til þess að nægu fjár­magni sé varið til ut­an­rík­is­mála, sem og að sjá til þess að fólk úr ut­an­rík­is­geir­an­um fái sendi­herra­stöður er­lend­is, frek­ar en fólk úr viðskipta­líf­inu.

„Þessa dag­ana erum við hins veg­ar aðallega að róa lífróður fyr­ir okk­ar fólk og fara í mál við op­in­ber stjórn­völd.“

Herj­ar á op­in­ber verka­lýðsfé­lög

Ástæða mála­ferl­anna er sú að Trump hef­ur nú lokað Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un Banda­ríkj­anna (U.S. Agency for In­ternati­onal Develop­ment), sem og Voice of America, stofn­un sem sér um frétta­flutn­ing til landa sem ekki fá að heyra sann­ar frétt­ir. Í báðum starfa banda­rísk­ir diplómat­ar sem heyra und­ir American For­eign Service Associati­on.

„Báðar þess­ar stofn­an­ir eru stofnaðar með laga­setn­ingu og við erum því að fara í mál, því ef loka á þess­um stofn­un­um þarf að gera það sam­kvæmt lög­um. Þess­ar lok­an­ir hafa mik­il áhrif á fólk víða um heim. Við heyrðum í konu sem var í Kongó þar sem hún vann hjá þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­unni og þeim var þar hent út úr landi í miðjum óeirðum. Hún var ófrísk og stuttu eft­ir að hún kom til Banda­ríkj­anna missti hún fóst­ur af stressi og áhyggj­um,“ seg­ir hann.

„Það er hægt að loka þess­um stofn­un­um en ekki með þess­ari aðferð, en ástæðan sem Trump nefn­ir er sparnaður. Það spar­ast ekki mikið með þessu, enda er í fjár­lög­um inn­an við 1% sem fara í ut­an­rík­is­mál og þró­un­araðstoð. Þetta eru því rosa­lega mik­il læti og erfiði og van­v­irðing við fólk fyr­ir lít­inn sparnað,“ seg­ir hann.

„Þetta snert­ir um tíu þúsund manns hjá okk­ur og flokk­ast næst­um und­ir grimmd. Við erum nú að berj­ast gegn þessu og vilj­um sjá til þess að þetta fólk fái al­menni­lega og rétt­láta meðferð. Mál­in munu enda einn dag­inn fyr­ir hæsta­rétti. Þetta er allt tengt þeirri hug­mynd að for­set­inn sé al­vald­ur, sem er mjög skrítið í landi þar sem valdið er þrískipt.“

Marg­ir í upp­gjöf eða af­neit­un

Snú­um okk­ar að þinni per­sónu­legu upp­lif­un þessa dag­ana. Hvernig er stemn­ing­in núna í Washingt­on?

„Hún er frek­ar öm­ur­leg. Stór­borg­ir í Banda­ríkj­un­um eru flest­ar „blá­ar“ og í Washingt­on fékk Trump aðeins rétt rúm­lega 6% at­kvæða. Brag­ur­inn í borg­inni er frek­ar dap­ur­leg­ur og fólk er rosa­lega reitt, enda marg­ir að missa at­vinnu og ör­yggi. Í fyrri stjórn­artíð Trumps var fólk dap­urt en til í að berj­ast á móti en núna er fólk reitt og þreytt. Ég held að marg­ir séu í upp­gjaf­arfasa eða í af­neit­un. Það eru kosn­ing­ar strax á næsta ári, miðstjórn­ar­kosn­ing­ar, og þá byrj­ar allt aft­ur. Kannski breyt­ist eitt­hvað þá, sjá­um til,“ seg­ir Ásgeir.

Er fólk hrætt við að bjóða Trump birg­inn?

„Fólk vill ekki verða fyr­ir barðinu á hans nei­kvæðu at­hygli að minnsta kosti. Það get­ur verið end­ir­inn á ferli þínum að fara á móti hon­um.“

Þetta byrjaði með lát­um

Lang­ar þig að flytja til Íslands?

„Tæp þrjá­tíu ár í Banda­ríkj­un­um eru lang­ur tími. Ég hef sagt í gríni að ég bjóst aldrei við að búa í keis­ara­veldi á meðan það væri að hnigna. Manni finnst aðeins farið að hrikta í stoðum þess sem gerði Banda­rík­in að Banda­ríkj­un­um,“ seg­ir hann, en þess má geta að þrem­ur vik­um eft­ir að Ásgeir flutti til ­Wash­ingt­on varð hryðju­verka­árás­in 11. sept­em­ber 2001.

„Ég var í þing­hús­inu þenn­an morg­un og okk­ur var hent út því síðasta vél­in átti að fara á þingið. Það er sú vél sem fór á akr­ana í Penn­sylvan­íu. Þannig að þetta byrjaði með lát­um.“

Ásgeir og eig­inmaður hans Sean eiga skemmti­lega ris­íbúð við Tjörn­ina og una sér vel þar þegar þeir dvelja á land­inu, bæði við leik og störf. Þeir geta báðir sinnt sín­um störf­um í fjar­vinnu í nokkra mánuði á ári, en Sean er fjár­málaráðgjafi.

„Við erum um þrjá mánuði á ári á Íslandi núna en ef ein­hver vill ráða mig, þá flyt ég heim,“ seg­ir hann og hlær.

„Ég er að skoða í kring­um mig og ef rétta tæki­færið birt­ist myndi ég stökkva á það. Eft­ir 30 ár hér er maður kom­inn með djúpt og breitt tengslanet. Sean er eig­in­lega meira til í að flytja hingað en ég; hann elsk­ar Ísland. Okk­ur líður báðum mjög vel hér og kunn­um vel að meta páska­hret og tíu stiga hita. Hér á ég góða vini og fjöl­skyldu. Planið hef­ur alltaf verið að enda á Íslandi.“

Ítar­legt viðtal er við Ásgeir í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert