Köstuðu grjóti í bíla

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing um ung­menni að kasta grjóti í bíla í Laug­ar­daln­um. 

Í dag­bók lög­reglu seg­ir að ung­menn­in hafi ekki fund­ist.

Þá var til­kynnt um tvær lík­ams­árás­ir í um­dæmi lög­reglu­stöðvar 3 sem sinn­ir út­köll­um í Kópa­vogi og Breiðholti. 

Ann­ars veg­ar var lög­regla send á vett­vang með for­gangi. Bar­efli hafði verið beitt og var ger­and­inn far­inn af vett­vangi.

Hann fannst skömmu síðar og var vistaður í fanga­geymslu í þágu rann­sókn­ar máls­ins. 

Hins veg­ar barst til­kynn­ing um lík­ams­árás í Breiðholti og er málið í rann­sókn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert