Safn um Milan Kundera

Friðrik Rafnsson.
Friðrik Rafnsson. mbl.is/Eyþór

Í bóka­safni í Brno í Tékklandi, heima­bæ rit­höf­und­ar­ins Mil­ans Kund­era, hef­ur verið komið á fót sér­stakri deild með bók­um og ljós­mynd­um úr eigu rit­höf­und­ar­ins og ráðgert er að koma lista­verka­safni hans einnig þar fyr­ir.

Enn frem­ur hef­ur verið stofnuð þar menn­ing­armiðstöð sem ber nafn Kund­era þar sem meðal ann­ars verður boðið upp á viðburði sem tengj­ast evr­ópsk­um bók­mennt­um og menn­ingu. Friðrik Rafns­son hef­ur þýtt all­ar bæk­ur Kund­era á ís­lensku en hann skoðaði safnið í byrj­un mars síðastliðins og hélt fyr­ir­lest­ur um áhuga Kund­era á ís­lenskri menn­ingu, sögu og tungu og hvernig hann birt­ist í nokkr­um bóka hans.

Kund­era lést fyr­ir rúm­um þrem­ur árum, 94 ára að aldri, og eig­in­kona hans, Vera, lést á síðasta ári. „Mil­an átti tugi þúsunda bóka, meðal ann­ars all­ar þýðing­ar á verk­um sín­um. Hann átti einnig gott mál­verka­safn og sjálf­ur teiknaði hann nokkuð.

Áttu verk eft­ir Kristján Davíðsson

Tékk­neska lands­bóka­safnið hef­ur höfuðstöðvar í Prag og er með stórt úti­bú í Brno sem er fæðing­ar­borg Kund­era og önn­ur stærsta borg­in í Tékklandi. Tek­inn var frá tals­verður hluti af safn­inu í Brno sem er hugsaður sem bóka- og ljós­mynda­safn, heim­ilda­skrá og gagna­grunn­ur um Kund­era, ævi hans og verk. Lista­verk­in sem hjón­in áttu, meðal ann­ars verk eft­ir ís­lenska list­mál­ar­ann Kristján Davíðsson, verða sömu­leiðis geymd þarna og teikn­ing­ar eft­ir Kund­era verða til sýn­is, en hann var ágæt­lega drátt­hag­ur og hafa sum­ar teikn­ing­anna verið notaðar á káp­ur bóka hans víða um heim, meðal ann­ars hér­lend­is,“ seg­ir Friðrik.

Hann seg­ir að verið sé að marka stefnu varðandi menn­ing­ar­starf­semi í safn­inu.

„Ætl­un­in er að vera þarna með reglu­lega viðburði um evr­ópska menn­ingu, aðallega bók­mennt­ir, einkum skáld­sög­una sem var líf og yndi Mil­ans, og fá gesti héðan og þaðan úr heim­in­um til að fjalla um það efni.“

Milan Kundera.
Mil­an Kund­era.

Heim­sótti Ísland fyrst árið 1992

Í byrj­un mars tók Friðrik ásamt bóka­út­gef­and­an­um Jakobi F. Ásgeirs­syni þátt í dag­skrá í safn­inu í Brno þar sem þeir ræddu um Kund­era á Íslandi, út­gáfu­sögu bóka hans og mót­tök­ur og um­fjöll­un um bæk­ur hans hér á landi. Jakob hef­ur gefið út all­nokk­ur verk Kund­era í þýðingu Friðriks hjá bóka­for­lagi sínu Uglu.

„Áður en Kund­era kom fyrst hingað til lands árið 1992 kom Ísland fyr­ir á nokkr­um stöðum í bók­um hans og enn meira eft­ir það og ég ræddi um það á þess­um viðburði,“ seg­ir Friðrik.

„Þetta var mjög nota­leg stund. Bú­ist hafði verið við tutt­ugu manns en það mættu hátt í hundrað manns, þetta átti að vera klukku­tíma dag­skrá en varð tveir tím­ar. Það var greini­lega mik­ill áhugi á Mil­an en efnið þótti líka for­vitni­legt.“

Einn angi af verk­efn­inu í Brno er að er­lend­ir lista­menn, þar á meðal ís­lensk­ir, geti dvalið í borg­inni í ákveðinn tíma og lista­menn þaðan geti komið hingað til lands og dvalið í hús­um sem Rit­höf­unda­sam­band Íslands hef­ur um­sjón með, til dæm­is í Gunn­ars­húsi eða Grön­dals­húsi.

Tíma­laus lista­verk

„Ég von­ast líka til að for­stöðumaður safns­ins, Tom­as Ku­bicek, komi hingað til lands­ins og kynni starf­sem­ina og segi frá þess­ari arf­leifð og sam­starf­inu við Ísland, Frakk­land og Taív­an. Áhugi Taívan­búa á bók­um Kund­era­ferr ört vaxand,i kannski vegna þess að þeir eiga nokkuð ógn­væn­leg­an ná­granna, Kína, sem virðist vera að sýna tenn­urn­ar um þess­ar mund­ir. Þannig er staða þeirra að mörgu leyti hliðstæð stöðu Tékka og annarra smáþjóða í Mið-Evr­ópu og því sækja þeir í verk Kund­era til að skilja hana bet­ur. En skáld­sög­ur Kund­era eru fyrst og fremst tíma­laus lista­verk sem glíma við sí­breyti­leg­ar kring­um­stæður manns­ins í flókn­um, hverf­ul­um en líka von­andi fal­leg­um heimi.

Ég er bú­inn að fara tvisvar til Brno sem er geysi­fal­leg borg, ekki síður en höfuðborg­in Prag sem marg­ir Íslend­ing­ar þekkja, og það er gam­an að sjá hversu mik­ill metnaður er lagður í að halda hans nafni á lofti. Nú stend­ur til dæm­is yfir sam­keppni um minn­is­merki sem reist verður á gröf þeirra Kund­era-hjón­anna,“ seg­ir Friðrik.

Ítar­legri um­fjöll­un er að finna í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins og í nýju Mogga­appi. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert