Katrín Júlíusdóttir komin í framboð

Katrín Júlíusdóttir er komin aftur í framboð.
Katrín Júlíusdóttir er komin aftur í framboð. Mynd úr safni

Katrín Júlí­us­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður og ráðherra, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér til for­mennsku í fram­kvæmda­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á kom­andi lands­fundi flokks­ins.

Frá þessu grein­ir hún á Face­book.

Katrín var kosn­inga­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í þing­kosn­ing­un­um í haust.

„Ég er afar stolt af ár­angri míns fólks í síðustu þing­kosn­ing­um og enn stolt­ari af verk­glöðum full­trú­um okk­ar í rík­is­stjórn og á þingi,“ skrif­ar Katrín.

Lof­ar því ekki að hún muni flytja fjöll

Hún var þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á ár­un­um 2003-2016, iðnaðarráðherra árin 2009–2012 og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra árin 2012–2013.

Katrín seg­ir að það sé verk að vinna við að styrkja flokks­stofn­an­ir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar enn frek­ar og að efla gras­rót­ina á sama tíma og stutt er við kjörna full­trúa flokks­ins.

„Ég ætla ekki að lofa því að ég muni flytja fjöll, hljóti ég kosn­ingu, en ég lofa því að ég muni gera mitt allra besta,“ skrif­ar hún.

Kristrún, Guðmund­ur og Guðný gefið kost á sér

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráðherra, verður ein í fram­boði til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en lands­fund­ur­inn fer fram í Stúd­íó Fossa­leyni í Graf­ar­vogi dag­ana 11. og 12. apríl.

Þá hef­ur Guðmund­ur Árni Stef­áns­son gefið kost á sér til áfram­hald­andi setu sem vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Guðný Birna Guðmunds­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­nes­bæ og for­seti bæj­ar­stjórn­ar, hef­ur til­kynnt um fram­boð í embætti rit­ara Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert