Lundinn snúinn aftur

Lundar eru bústnir með stutta vængi. Oft má bera kennsl …
Lundar eru bústnir með stutta vængi. Oft má bera kennsl á þá á flugi vegna þess hve hratt þeir hreyfa vængina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lund­inn er snú­inn aft­ur til lands­ins en sést hef­ur til fugls­ins í Gríms­ey, á Borg­ar­f­irði eystra, Tjör­nesi og í Reyn­is­fjöru svo dæmi séu nefnd.

Lund­inn snýr iðulega til Íslands upp úr mánaðamót­un­um mars-apríl og mætti því segja að hann væri á rétt­um tíma í ár.

„Þetta er allt sam­kvæmt hefðinni,“ seg­ir Jó­hann Óli Hilm­ars­son fugla­fræðing­ur og nefn­ir að fyrstu fregn­ir af sjó­fugl­in­um hafi borist frá Gríms­ey 1. apríl.

„Þeir eru úti á miðju Atlants­hafi á vet­urna. Þeir eru suður af Græn­landi og aust­ur af Ný­fundna­landi. Svo fara þeir stund­um á hafsvæðið á milli Kan­ada og Græn­lands. Á þess­um slóðum er mjög mikið æti. Þar er mikið af sjó­fugl­um sem koma héðan og jafn­vel frá Suður-Íshaf­inu.“

Kom­inn aust­ur en ekki kom­inn í Hafn­ar­hólmann

Aust­ur­frétt greindi frá því í gær að all­nokk­ur fjöldi lunda hefði sést á Borg­ar­f­irði en þeirra varð fyrst vart seint í síðustu viku. Hann hef­ur þó ekki enn sest að í Hafn­ar­hólm­an­um.

Þá hef­ur mbl.is einnig upp­lýs­ing­ar um að sést hafi til fugls­ins í Mýr­daln­um á Suður­landi.

„Lund­inn er yf­ir­leitt fyrr á ferðinni á Norður- og Aust­ur­landi,“ seg­ir Jó­hann Óli sem kveðst þó ekki hafa séð lunda sjálf­ur í ár enda hafi hann ekki verið á þeim slóðum und­an­farna daga þar sem fugl­inn held­ur til.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert