This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Í ævisöguleikritinu Þetta er Laddi sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu hefur atriði Margrétar Erlu Maack slegið í gegn og þó hún sé ekki nema fjórar mínútur á sviðinu, þá hefur mikið verið rætt um það sem gerist á þeim fjórum mínútum.
Í viðtali í Dagmálum segist Margrét hafa ætlaði að fara mjög auðmjúk inn í þetta verkefni en svo fór sem fór. „Þetta er orkumikið atriði og tæklar erfitt Laddalag, Of feit fyrir mig. Það hafa eflaust margir hugsað: Hvernig í andskotanum á að fara inn í þetta lag af einhverjum heilindum? Því auðvitað eldist grín misvel, það er ekki gerilsneydd vara, en fyrir mig er þetta atriði margir kollhnísar af einhvers konar heilun.“
„Ég var alltaf í ballett þegar ég var lítil og svo þegar við urðum kynþroska þá var kallað á foreldrafund og sagt að við værum að fitna svo mikið. Þegar ég byrjaði í framhaldsdeildinni í Listdansskólanum fékk ég að heyra: Já, þú verður náttúrulega aldrei dansari. En ég held að ég sé ein af fáum úr mínum bekk sem hefur starfað sleitulaust við einhvers konar dans frá tvítugu. Og er alls ekki að fara að hætta.
Þannig að þetta atriði í Ladda sýningunni var kaþarsis, almenn hreinsun. Og þegar gagnrýnandi RÚV sagði að þetta atriði væri einhvers konar masterclass í bætandi leikhúsi, þá þurfti ég bara svona að leggja bílnum og svo grét ég og hló og gargaði. Það kom snjóflóð af tilfinningum.“