Snjóflóð af tilfinningum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í ævi­sögu­leik­rit­inu Þetta er Laddi sem nú er sýnt í Borg­ar­leik­hús­inu hef­ur atriði Mar­grét­ar Erlu Maack slegið í gegn og þó hún sé ekki nema fjór­ar mín­út­ur á sviðinu, þá hef­ur mikið verið rætt um það sem ger­ist á þeim fjór­um mín­út­um.

    Í viðtali í Dag­mál­um seg­ist Mar­grét hafa ætlaði að fara mjög auðmjúk inn í þetta verk­efni en svo fór sem fór. „Þetta er orku­mikið atriði og tækl­ar erfitt Ladda­lag, Of feit fyr­ir mig. Það hafa ef­laust marg­ir hugsað: Hvernig í and­skot­an­um á að fara inn í þetta lag af ein­hverj­um heil­ind­um? Því auðvitað eld­ist grín mis­vel, það er ekki ger­il­sneydd vara, en fyr­ir mig er þetta atriði marg­ir koll­hnís­ar af ein­hvers kon­ar heil­un.“

    „Ég var alltaf í ball­ett þegar ég var lít­il og svo þegar við urðum kynþroska þá var kallað á for­eldra­fund og sagt að við vær­um að fitna svo mikið. Þegar ég byrjaði í fram­halds­deild­inni í List­d­ans­skól­an­um fékk ég að heyra: Já, þú verður nátt­úru­lega aldrei dans­ari. En ég held að ég sé ein af fáum úr mín­um bekk sem hef­ur starfað sleitu­laust við ein­hvers kon­ar dans frá tví­tugu. Og er alls ekki að fara að hætta.

    Þannig að þetta atriði í Ladda sýn­ing­unni var kaþars­is, al­menn hreins­un. Og þegar gagn­rýn­andi RÚV sagði að þetta atriði væri ein­hvers kon­ar masterclass í bæt­andi leik­húsi, þá þurfti ég bara svona að leggja bíln­um og svo grét ég og hló og gargaði. Það kom snjóflóð af til­finn­ing­um.“

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert