Lika Korinteli

Lika Korinteli er georgísk kona sem kom hingað til lands árið 2005 og sótti um hæli. Umsókn hennar var synjað af Útlendingastofnun (ÚTL) eftir hálft ár og dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfesti útskurðinn hálfu ári síðar. Í ferli málsmeðferðar komu þær upplýsingar frá yfirvöldum Georgíu að þau gætu ekki borið kennsl á að Lika væri ríkisborgari í Georgíu. Þá sótti Lika um dvalarleyfi af mannúðarástæðum árið 2008 en fékk synjun frá ÚTL árið 2012 og var málinu áfrýjað til innanríkisráðuneytisins og bíður Lika nú enn eftir svari.
RSS