Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað hjúkrunarfræðing af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærður fyrir að hafa láðst að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hann tók karlmann úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Leiddi það til dauða mannsins.