Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ákært og lýst eftir Alfreð Erni Clausen, vegna umfangsmikils fjársvikamáls. Hann, ásamt tveimur öðrum, er talinn hafa svikið meira en 44 milljónir dollara, rúma sex milljarða króna, út úr hópi fólks með loforðum um að breyta lánum þess. Alfreð neitar sök og lítur svo á að hann sé ekki sakborningur í málinu, heldur hugsanlegt vitni. Alfreð segist vera reiðubúinn að aðstoða lögregluembættið til þess að upplýsa málið.