Alfreð Örn Clausen

Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ákært og lýst eftir Al­freð Erni Clausen, vegna um­fangs­mik­ils fjár­svika­máls. Hann, ásamt tveim­ur öðrum, er tal­inn hafa svikið meira en 44 millj­ón­ir doll­ara, rúma sex millj­arða króna, út úr hópi fólks með lof­orðum um að breyta lán­um þess. Alfreð neitar sök og lítur svo á að hann sé ekki sakborningur í málinu, heldur hugsanlegt vitni. Al­freð segist vera reiðubú­inn að aðstoða lögregluembættið til þess að upp­lýsa málið.
RSS