Í málinu eru ákærð þau Guðmundur Örn Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, og Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Rannveig Rist, fyrrverandi stjórnarmenn SPRON fyrir umboðssvik. Þeim er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína hjá sparisjóðnum og stefnt fé hans verulega í hættu með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga þegar félagið lánaði Exista tveggja milljarða lán, án trygginga, 30. september 2008.