Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra og Klappir development ehf. gerðu með sér samstarfssamning um uppbyggingu og rekstur á 120.000 tonna álveri við Hafursstaði í Skagabyggð. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um fjármögnun álversins við kínverska félagið China Nonferrous Metal Industry´s Foreign Engineering and Construction (NFC), en heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður rúmir 100 milljarðar króna, eða 780 milljónir Bandaríkjadala.