Segir líkur á myndun vinstri stjórnar minni

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs segir að ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar hafi dregið úr líkum á að vinstri stjórn verði mynduð eftir alþingiskosningarnar í vor. Sagði Steingrímur í fréttum Ríkisútvarpsins að ákvörðun Ingibjargar byggist á eigingirni þar sem þröngir flokkshagsmunir Samfylkingarinnar séu teknir fram yfir hagsmuni Reykjavíkurlistans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert