Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Helga Vala hefur undanfarin ár starfað á vettvangi fjölmiðla, fyrst á Bylgjunni og síðar hjá Ríkisútvarpinu, Talstöðinni og NFS. Hún er menntaður leikari og hef starfað við uppfærslur frá útskrift 1998 bæði sem leikari og leikstjóri.