Benedikt Sigurðarson stefnir á fyrsta sætið

Benedikt Sigurðarson.
Benedikt Sigurðarson.

Benedikt Sigurðarson, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, sækist eftir 1. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi.

Benedikt er menntaður uppeldisfræðingur og kennari og gegndi um 12 ára skeið skólastjórastöðu við Barnaskóla Akureyrar (nú Brekkuskóla). Hann lauk meistaraprófi í stjórnun og stjórnsýslu skóla frá háskóla Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada árið 1996. Frá árinu 1997 hefur hann starfað við Háskólann á Akureyri - fyrst hjá Rannsóknastofnun HA og síðan sem aðjúnkt við viðskiptadeild og kennaradeild þar sem hann kennir gæðastjórnun, stjórnun og skólaþróun. Benedikt hefur unnið að úttektum og ráðgjafarverkefnum - og einnig að rannsóknum á skólastarfi.

Benedikt hefur starfað mikið að málefnum innan íþróttahreyfingarinnar, setið í stjórn Sundsambands Íslands frá 1998 og verið formaður SSÍ frá 2000-2006. Hann hefur einnig unnið mikið starf innan samvinnuhreyfingarinnar, verið í stjórn Akureyrardeildar KEA og formaður þar 1998-2006, í stjórn KEA frá 2001 og formaður stjórnar KEA 2002-2006.

"Það er afar brýnt að fólk með margvíslega reynslu og viðhorf veljist til forystu fyrir stjórnmálaflokka - og það spillir heldur ekki að leiða saman bæði unga og eldri," segir í tilkynningu frá Benedikt.

"Samfylkingin er nýr flokkur og mikil þörf á að hefja sig upp fyrir gamla skiptingu milli þeirra hópa sem komu úr flokksfélögunum sem stóðu að Samfylkingunni í upphafi. Ég hef ekki tekið þátt í flokkslegu starfi í næstum því 20 ár en hef aflað mér annarrar reynslu."

Benedikt opnar brátt vefsetrið www.bensi.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert