Vilborg G. Hansen hefur ákveðið að gefa kost á sér í 7.-8. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Vilborg er landfræðingur og framkvæmdastjóri með meiru og gaf út Ratkort sumarbústaða frá 2000-2004 ásamt því að eiga og reka sumarbústaðavefinn www.sumarbustadur.is, segir í tilkynningu vegna framboðsins. Vilborg hefur starfað sem sölumaður fasteigna og skrifstofustjóri á lögmannsstofu undanfarin ár og er nú í háskólanámi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala, sem er að mestum hluta lögfræðinám. Vilborg hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins um skeið og er í fulltrúaráði flokksins. Einnig hefur hún verið fastur penni www.tikin.is sem er vefrit hægri hugsjónakvenna í pólitík.