Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, sækist eftir 5. til 8. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007.
Glúmur hefur tvö meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá háskólum beggja vegna Atlantshafs og BA próf í stjórnmálafræði og hagfræði. Glúmur hefur starfað sem blaðamaður og fréttamaður í sjónvarpi. Hann var upplýsingafulltrúi Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í Brussel á árunum 1999 til 2003. Þá hefur Glúmur starfað að neyðar- og þróunaraðstoð fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Miðausturlöndum, Afríku og á Sri Lanka.
Glúmur er stofnandi og framkvæmdastjóri IceAid - íslenskra þróunar- og mannúðarsamtaka. Í dag starfar Glúmur að kynningarmálum fyrir Tryggingastofnun ríkisins.
Glúmur er fæddur í Reykjavík árið 1966.