Steingrímur: Ingibjörg hefur afsalað sér umboðinu til stjórnarmyndunarviðræðna

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Fyrstu viðbrögð Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, við ákvörðun forseta Íslands um að veita Geir H. Haarde, formanni Sjálfstæðisflokks, umboð til stjórnarmyndunarviðræðna við Samfylkingu voru undrun. Greinilegt sé, að allt hafi verið nánast klappað og klárt á milli flokkanna tveggja og viðræður aðilanna tveggja aðila nánast búnar.

Steingrímur sagði ennfremur að það komi sér á óvart að forsetinn hafi ekki kallað á formenn annarra flokka eins og hefðin býður. „Sömuleiðis kemur það mér á óvart að forsetinn boðaði ekki Ingibjörgu Sólrúnu til fundar við sig og það finnst mér gefa til kynna að hún hafi verið búin að afsala sér því að taka fullt umboð til stjórnarmyndunar," sagði Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka