Þorgerður leysir Geir af

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Ómar

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mun gegna embætti for­sæt­is­ráðherra í fjar­veru Geirs H. Haar­de á meðan hann verður í lækn­is­meðferð er­lend­is. Geir mun hins veg­ar taka á ný við embætt­inu þegar hann kem­ur heim.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Kristjáns Kristjáns­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, er það ætl­an Geirs að starfa áfram sem for­sæt­is­ráðherra fram að kosn­ing­um í vor ef heils­an leyf­ir en sjálf­stæðis­menn vilja að boðað verði til kosn­inga 9. maí.

Geir sæk­ist ekki eft­ir end­ur­kjöri sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fund­in­um sem hald­inn verður í lok mars. Þar verður því kos­inn nýr formaður flokks­ins en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Kristjáns eru for­dæmi fyr­ir því bæði hér á landi og í ná­granna­lönd­um að for­sæt­is­ráðherra sé ekki formaður í sín­um flokki.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert