Óskar úttektar á störfum sínum

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson Ómar Óskarsson

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, alþing­ismaður, hef­ur ákveðið að óska eft­ir því að Rík­is­end­ur­skoðun taki út störf hans fyr­ir hönd Orku­veitu Reykja­vík­ur þann tíma sem sem hann var stjórn­ar­formaður fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Guðlaugi Þór.

„Að gefnu til­efni vil ég fara þess á leit við Rík­is­end­ur­skoðun að hún taki út störf mín fyr­ir hönd Orku­veitu Reykja­vík­ur þann tíma sem að ég var stjórn­ar­formaður fyr­ir­tæk­is­ins.  Óvönduð umræða og dylgj­ur um mín störf eru óþolandi og virðast þjóna þeim eina til­gangi að koma höggi á Sjálf­stæðis­flokk­inn í aðdrag­anda kosn­inga.  Ég tel mik­il­vægt að hið sanna komi í ljós og óvil­hall­ur aðili taki út störf mín og skili niður­stöðu sem fyrst," und­ir þetta rit­ar Guðlaug­ur Þór Þórðar­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert