Óskar úttektar á störfum sínum

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson Ómar Óskarsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, hefur ákveðið að óska eftir því að Ríkisendurskoðun taki út störf hans fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þann tíma sem sem hann var stjórnarformaður fyrirtækisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Guðlaugi Þór.

„Að gefnu tilefni vil ég fara þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún taki út störf mín fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þann tíma sem að ég var stjórnarformaður fyrirtækisins.  Óvönduð umræða og dylgjur um mín störf eru óþolandi og virðast þjóna þeim eina tilgangi að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosninga.  Ég tel mikilvægt að hið sanna komi í ljós og óvilhallur aðili taki út störf mín og skili niðurstöðu sem fyrst," undir þetta ritar Guðlaugur Þór Þórðarson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka