Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB

Frambjóðendur á borgarafundinum í Nasa í kvöld.
Frambjóðendur á borgarafundinum í Nasa í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Svandís Svavars­dótt­ir, fram­bjóðandi Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, sagði á borg­ar­a­fundi sem nú stend­ur yfir í beinni út­send­ingu Rík­is­sjón­varps­ins, að flokk­ur­inn hafni aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, eins og marg oft hef­ur komið fram. „Ég trúi því ekki að Sam­fylk­ing­in láti stranda á þessu máli,“ sagði Svandís spurð um mögu­leika á áfram­hald­andi sam­starfi flokk­anna í rík­is­stjórn að lokn­um kosn­ing­um.

Svandís lagði áherslu á að Vinstri græn­ir teldu eng­an asa þurfa í þessu máli og nálg­ast ætti spurn­ing­una um ESB af yf­ir­veg­un. Hún sagðist viss um að hægt yrði að leysa það með hvaða hætti ákvörðun yrði tek­in, og hvort sem um yrði að ræða ein­falda eða tvö­falda þjóðar­at­kvæðagreiðslu, óttaðist hún ekki niður­stöðuna.

„Spurn­ing­in er svo stór að ég trúi því ekki að Össur Skarp­héðins­son ætli að standa fyr­ir því að láta sam­starfið stranda á þessu,“ sagði Svandís þegar þáttt­ar­stjórn­andi ít­rekaði spurn­ing­una um mögu­leika á áfram­hald­andi sam­starf flokk­ann í rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­ar.

Össur sagði Sam­fylk­ing­una leggja mikla áherslu á að sótt yrði um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu sem fyrst og reynt að taka upp evru. Gríðarlega mik­il­vægt yrði að hefja viðræður strax í sum­ar. „Svar Svandís­ar næg­ir mér,“ sagði Össur og vísaði ti þess að Svandís sagði að ekki skipti máli hvort um eina eða tvær þjóðar­at­kvæðagreiðslur yrði að ræða.

„Svar Svandís­ar var prýðilegt. Stein­grím­ur J. hef­ur sagt; við úti­lok­um ekki neitt,“ sagði Össur. Hann sagðist telja að Sam­fylk­ing­in og VG muni mynda nýja rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­arn­ar og flokk­arn­ir hefðu náð að jafna öll ágrein­ings­mál sín á milli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert